loading/hleð
(13) Blaðsíða 13 (13) Blaðsíða 13
l rlK | J ' flj ** 3 f m 1' w fip: i IHK 1,. H JnT’'. -'cL ■ 1 Fremri röð:(fv) Sigurborg Bragadóttir formaður og Harpa Hannibalsdóttir, varaform. Aftari röð: (fv) Auður Gísladótti, Hanna Georgsdóttir ritari, Helga Kristinsdóttir, gjaldkeri, Sigríður Þorsteinsdóttir, Jóhanna Olafsdóttir. Konurnar og Fríkirkjan Lykilstarf án lúðrablástra Konur hafa alla tíð gegnt miklu hlutverki í starf- semi Fríkirkjunnar. Svo miklu raunar að vafa- mál er að Fríkirkjan hefði nokkru sinni orðið meira en smásöfnuður ef þeirra hefði ekki notið við. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík er elsta kirkjufélag landsins og auk þess eitt af elstu kvenfé- lögum hér á landi. Auðvitað má segja að þetta sé bara eins og í þjóð- félaginu öllu, að konur séu jú helmingur þjóðarinnar og því eðlilegt að þær taki þátt í þeim störfum sem þar eru, hvort sem um er að ræða launuð störf eða ólaunuð. Og auðvitað er það svo en samt sem áður hafa áherslur kvenna í gegnum tíðina verið allt aðr- ar en karla og hin svokölluðu „mjúku“ mál, gjarnan verið það sem konur koma á framfæri. Elsta kvenfélagið Þegar lesið er í gegnum 100 ára sögu Fríkirkjunn- ar, saga kvenfélagsins skoðuð og búin til mynd af því gríðarmikla starfi sem konurnar hafa unnið, verður ekki hjá því komist að dást að kjarki þeirra, ósérhlífni og dugnaði. Hvert stórvirkið af öðru hafa konur unnið fyrir kirkjuna sína og ef fárið er að rýna betur í þessi „mjúku kvennamál" kemur í Ijós að þau eru hreint ekki svo mjúk. Gott dæmi er bygging Landspítalans en þá miklu gjörð má þakka konum að mestu leyti eða eins og segir í bókinni Veröld sem ég vil, Saga Kvenréttinda- félags íslands, 1907-1992. En þar segir meðal annars:Árið 1915 komu samj^ an stjórnir allra kvenfélaga í Reykjavík á fund í Kvennaskólanum til þess að ræða nýfengin réttindi kvenna. Þau félög sem komu saman voru:Thorvald- sensfélagið, Hið íslenska kvenfélag, Hvítabandið, Kristilegt félag ungra kvenna, Kvenfélagið Hringur- inn, Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins, Kvenréttindafé- lag íslands, Lestrarfélag kvenna ogVerkakvennafélag- ið Framsókn. Þarna komu saman konur úr félögum með gjörólíka stefnuskrá og sameinuðust um eitt verkefni. Fyrsta verkefnið var ekkert smáverkefni, stofnun landspítalans og var í þeim tilgangi stofnsett- ur sjóður, Landspítalasjóður íslands. Með því að beita sér fyrir því að reistur yrði Landspítali, vísuðu konur í hið aldagamla hlutverk kvenna að hjúkra sjúkum og hlynna að öllu sem væri veikt og ósjálf- bjarga. Ekki voru þó allar konurnar sammála þessu og taldi t.d. Bríet Bjarnhéðinsdóttir ekki rétt að vinna að byggingu spítalans með því að safna fé, held- ur ættu konur að hafa áhrif sem gildir þegnar þjóð- félagsins á að samþykktar væru fjárveitingar úr ríkis- sjóði til slíkra framkvæmda. Hins vegar sat hún í Landspítalanefnd KRFÍ frá upphafi og lét þar að sér kveða. Þarna sannaðist ennþá einu sinni að konur gerðu sér vel grein fyrir því hvar þörfin er brýnust og taka þá til ráða sem tiltækust eru. Þáttur íslenskra kven- na og kvenfélaga og frumkvæði þeirra í stofnun sjúkrahúsa og heilsugæslu er stórmerkur. Mun land- spítalasjóður á endanum hafa lagt fram liðlega þriðj- ung byggingakostnaðar. Stjórn Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins skrifaði Ingibjörgu H. Bjarnason (sem síðar varð fyrst kven- na til að setjast á Alþingi) eftirfarandi bréf varðandi spítalamálið: „Á fundi Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins í Reykja- vík hinn 3. þ.m. var samþykkt að gefa til hinnar fyrir- huguðu landspítalastofnunar sem íslenskar konur hafa gengist fyrir, innieign þá, sem nefnt félag átti í Söfnunarsjóði íslands og verður innieign sú um næstu áramót orðin um 850 krónur. Innieign þessi verður að standa í söfnunarsjóðnum næstu I I ár. En á þeim tíma mun félagið árlega leggja 50 kr. við höf- uðstólinn. Sömuleiðis leggjast árlega vextir við höf- uðstólinn.Að þessum I I árum liðnum ætti því gjöf þessi að vera orðnar fullar 2000 kr. En þeim skilyrð- um er gjöf þessi samt bundin, að ef þessi fyrirhugaða landspítalastofnun sem íslenskar konur hafa ásett sér að gangast fyrir, skyldi mót von verða að engu, þá fellur gjöfin aftur til gefandans. Þetta hefur Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins falið oss undirrituðum að tilkynna yður. Reykjavík 15. nóvember 1915. Fyrir hönd Kvenfélags Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík Guðríður Guðmundsdóttir, formaður. Karólína Hendriksdóttir, ritari. Ragnhildur Guðjohnsen, gjaldkeri. Við vitum öll hvernig það hefur gengið og Land- spítalinn, þetta fallega hús, var reist og tekið í notkun. Kvenréttindi voru mörgum hugstæð á árunum kring um aldamótin, rétt eins og nú. Dóttir sr. Lárus- ar Halldórssonar fyrsta prests Fríkirkjunnar í Reykjavík, Guðrún Lárusdóttir (f. 8. jan. 1880, d. 20. ágúst 1938) var mikil kvenréttindakona, rithöfundur og alþingismaður en um hana er m.a.fjallað í bókinni Veröld sem ég vil, Saga Kvenréttindafélags íslands 1907-1992. Olnbogabarnið konan. Sr. Ólafur Ólafsson, sem tók við söfnuðinum árið 1902 og var annar í röðinni af prestum Fríkirkjunn- ar, hann skrifaði árið 1892 harðort rit: „Olnboga- barnið. Um frelsi, menntun og réttindi kvenna kon- um til varnar" en þar segir m.a.: „Þar að auki er ekki unnt að benda á einn einasta kvenmann á öllu landinu sem hafi það frelsi og þau réttindi, sem hún ætti að hafa; þær eru allar réttlitlir þrælar...Þegar er þér komið með þær konurnar sem besta eiga dagana, sem við blíðust kjör eiga að búa, þá komið þér einungis með þá þrælana sem bera gyllta fjötra. Þær finna það ekki nærri allar sjálfar." Ólafur var alla tíð ákveðinn fylgismaður kvenrétt- inda og leyndi því ekki að honum þætti illa farið með konur og að þær ættu betra skilið en að vera settar út í horn og fó ekki sömu tækifæri og karlar, kynferð- isins vegna. Þetta rit var konum hvatning og hefur ef til vill lagt að einhverju leyti grunninn undir hið öfl- uga starf Kvenfélags Fríkirkjunnar. Starf sem að miklu leyti hefur farið fram í kyrrþey og án lúðra- blástra en samt sem áður starf sem hefur skilað þjóðfélaginu og kirkjunni miklu. Tvennt hefur verið höfuðmarkmið kvenfélagsins. Annað er að sameina krafta kvennanna trúarlífi og kristilegu siðgæði.til eflingar safnaðarlífi ogtil styrkt- ar hverju góðu máli er söfnuðinn varðar. Undir þennan þátt heyra umbætur á kirkjunni og hirðing, skreyting hennar og útvegun kirkjugripa og annað er að gagni má koma. Hinn þátturinn er „að hjálpa fátækum konum, líkna sjúkum og bágstöddum manneskjum í söfnuð- inum.“ Vigdís Stefánsdóttir Fríkirkjan í Reykjavík 13


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 13
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.