(14) Blaðsíða 14
Horft fram á veginn
Hvar er jafnréttið?
Sr. Ólafur Ólafsson fyrrum alþingismaður og
prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík um 20 ára skeið,
var á sínum tíma einn fremsti karlkyns baráttumað-
urinn fyrir frelsi, menntun og réttindum kvenna
ásamt þeim SkúlaThoroddsen og Hannesi Hafstein.
Eitt sinn flutti sr. Ólafur fyrirlestur sem SigríðurTh.
Erlendsdóttir taldi meira en öld síðar vera eina skel-
eggustu varnarræðu fyrir kvenréttindum sem skrif-
uð hefur verið.
Fyrirlesturinn nefnist „Olnbogabarnið" og var
fluttur árið 1891 en þar segir Fríkirkjupresturinn
m.a:
„Það er lærdómsríkt, að veita því eftirtekt, að
þegar um er að ræða réttindi og menntun og frelsi
kvenna, þá hafa komið sömu svörin, sem þykja svo
óhæfileg á vörum dönsku stjórnarinnar, sem sé, að
það sé enn ekki kominn sá rétti eða hentugi tími til
að veita kvenfólkinu meiri réttindi og meira frel-
si...Það kemur að því einhvern tíma, að þær fá frelsi
og réttindi, að það þetta sem nú þykja öfgar, mun
þykja í alla staði eðlilegt. Það mun sannast á sínum
tíma, þegar þetta olnbogabarn fær að njóta sín, að
það er engu minni hæfileikum búið en hitt barnið.að
það mun fá mörgu því fram komið, sem staðið hef-
ur fyrir karlmönnunum.
Það á að koma og kemur sá tími, að þá er giftu
mennirnir ríða á mannfundi, til að kjósa hvort held-
ur presta, hreppsnefndarmenn, sýslunefndarmenn
eða þingmenn, að þá ríða konurnar þeirra með
þeim, til þess líka að greiða atkvæði og kjósa, og að
þeir, er í kjöri verða, verða engu síður konur en karl-
ar.“
Þessi framtíðarsýn sr. Ólafs Ólafssonar í lok
nítjándu aldar er nauðsynlegt viðmið fyrir okkur nú
þegar enn á ný er horft fram veginn, nú við upphaf
tuttugustu og fýrstu aldar.
Það er ekki mitt að tíunda hér allar þær miklu
framfarabreytingar sem hafa orðið á sviði kvenrétt-
inda hér á landi síðan Fríkirkjuprestur flutti þessi
orð fýrir meira en öld síðan.
Það sem þá taldist öfgar þykir nú í alla staði eðli-
legt. Það sem þá taldist óraunsæ draumsýn er nú
hluti af okkar hversdagsveruleika. Það sem áður var
talið ganga í berhögg við Guðs vilja og skikkan skap-
arans og rótgrónar hefðir, telst nú kristilegt og alveg
aldeilis sjálfsagt.
Margt áunnist
Gífurlega margt hefur áunnist en þó er mikið verk
enn fyrir höndum.
Segja má að lagaumhverfi og regluverki samfélags-
ins hafi verið breytt til mun betri vegar. Samfélags-
þátttaka kvenna hér á landi er mjög mikil á ýmsum
sviðum. í mörg ár hafa fleiri konur en karlar tekið
stúdentspróf ogfleiri konur en karlar útskrifast með
fyrstu háskólagráðu.
En mikil samfélagsþátttaka kvenna þarf alls ekki að
þýða aukna jafnstöðu kynjanna.
Samkvæmt könnun Jafnréttisráðs eru konur miklu
sjaldnar í stjórnunarstöðum en karlar þrátt fýrir
stóraukna menntun. Menntun kvenna skilar þeim
mun minni starfsframa og launum en körlum og mun
óhagstæðari starfslokasamningum að því er virðist.
Hefðir geta hindrað
Sagt hefur verið að þróun íslensks samfélags á ný-
liðinni öld hafi mótast af vissri spennu og átökum
milli forræðis- og hefðahyggju annars vegar og fjöl-
hyggju og lýðræðislegrar hugsunar hins vegar. Þegar
horft er til framtíðar og hugað er að hinum huglægu
þáttum, vitund og verund þá þykir mér líklegt að
átakalínurnar verði áfram þar á milli, þ.e.a.s. annars
vegar milli þeirrar forræðis- og hefðahyggju sem
leiðir til stöðnunar og viðhalds ríkjandi ástands og
hins vegar þeirrar fjölhyggju og lýðræðislegu hugsun-
ar sem leiðir til vaxtar, víðsýni og fjölbreytileika.
Málefni kirkjunnar eru mér hugleikin
Kirkjustofnunin er sú stofnun sem í aldir hefur
haft hvað mest vald yfir lífi og kjörum kvenna og hef-
ur haft hvað mest áhrif á þær hugmyndir sem öldum
saman voru ríkjandi um konur. Kirkjustofnunin hefur
yfirleitt sett konur skör lægra en karla og rakið þá
skikkan til sjálfs skaparans.
Því miður hefur það æði oft verið undir yfirskini
og í nafni trúar, kirkjustofnunarinnar og fornra hefða
sem staðið hefur verið gegn helstu og nauðsynleg-
ustu framfarabreytingum samfélagsins.
Þegar það er haft í huga má vissulega segja að sem
betur fer eru hefðbundnar kirkjustofnanir ekki leng-
ur miðlægar í samfélaginu, þó svo að enn sé hér á
landi hrópleg mismunun á milli ríkiskirkjunnar og
annarra frjálsra trúfélaga.
En einnig innan kirkjustofnunarinnar hefur margt
breyst.
Sr.Auður Eir Vilhjálmsdóttir hefur bent á að það
var í danskri fríkirkju sem kona varð fyrst til að
verða prestur á Norðurlöndum.
Síðan þá hafe miklar og jákvæðar breytingar átt
sér stað.
Sem dæmi um það má nefna að undanfarin ár hafa
konur verið um 65% til 70% nema við guðfræðideild
H.í.
En af öllum starfándi prestum íslensku þjóðkirkj-
unnar eru aðeins 25% þeirra konur.
Innan við þriðjungur kirkjuþingsmanna þjóðkirkj-
unnar eru konur.
Tilhugsunin um kvenkyns biskup er enn flestum
framandi.
En fyrirstaðan er ekki einungis hjá kirkjustofnun-
inni heldur einnig í söfnuðunum, meðal almennings,
karla sem kvenna.
Ég óttast að forræðis- og hefðahyggjan muni hér
áfram standa í vegi fyrir fullu jafnrétti og þeirri eðli-
14
Fríkirkjan í Reykjavík
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald