loading/hleð
(15) Blaðsíða 15 (15) Blaðsíða 15
Fríkirkjan mín Það eru tvö og hálft ár síðan ég hóf störf sem kirkjuvörður í Fríkirkjunni, það var vorið 2002. Söfnuðurinn tók mér strax vel.Veturinn á undan hafði ég sótt messur í Frí- kirkjunni þegar ég átti frí úr sunnudagaskólanum sem ég sá um í annarri kirkju. Börnin mín komu með mér og líkaði vel.Við fundum þessa tilfinn- ingu um að við værum velkomin.Jólaballið fannst börnunum mínum alveg frábært. Það var svo ekki fyrr en árið eftir sem ég og fjölskyldan mín gengum í söfnuðinn. Það var eins og að koma heim. Eitt af því sem er svo gott í Fríkirkjunni er þessi greinilega samkennd með okkur sem velj- um að tilheyra þessari kirkju. Kirkja er í rauninni ekki kirkjubygging, heldur er það hópur kristins fólks sem skilgreinir sig sem söfnuð. Kirkjubygg- ingin er hið sýnilega tákn hópsins. Mikið er tákn- ið okkar fallegt! Það að vera kirkjuvörður snýst um margt, að undirbúa kirkjuna fýrir hverja athöfn, ganga frá á eftir, hella upp á kaffi og að taka á móti því fólki sem kirkjuna sækir. Það kemur ýmislegt upp á. Fólk deilir bæði sorg og gleði. A meðal starfs- fólksins ríkir gleði og virðing, það er mikils virði. í kirkjuna kemur alls konar fólk, sem betur fer, því Guð skapaði hvert okkar einstakt. Eitt á allt þetta fólk sameiginlegt; það er að koma í Guðshús og ber virðingu fýrir því hvert á sinn mátann. Sumir segja mér frá upplifunum úr kirkj- unni fýrir áratugum síðan, frá fermingu, skírn barns eða brúðkaupi. Afi einnar konunnar var einn af stofnendum kirkjunnar og saknaði sú kona fresku-málverksins ofan við kórinn. Það eru flestir sammála um að gaman væri að geta hreinsað myndina upp og sumir vilja að við stofnum sérstakan sjóð til styrktar slíku verk- efni. Þessi kona gaf aur í söfnunarbaukinn til þess að mæta slíkum kostnaði. Sama daginn gekk kona inn af götunni og færði kirkjunni áheit. Ekki vill allt fólk gefa upp ástæður slíkra áheita, en þessi kona gaf upp tvo bókstafi sem skyldu vera skráðir þar um. Ein kona sagði mér frá því að hún hefði verið í fermingarfræðslu í Háskólaka- pellunni, en hún bjó í kirkjubyggingarlausri Nes- kirkjusókn. Hún fermdist í Fríkirkjunni og gekk til altaris í Dómkirkjunni en Fríkirkjan er hennar kirkja, þótt foreldrar hennar tilheyrðu sitt hvor- um söfnuðinum í hjartanu. Einnig hefur margt fólk komið til mín og sagst vera Fríkirkjufólk, en það hafi nýlega komist að því að það væri skráð í allt aðra kirkju. Fólki er sárt um þetta og finnst upplýsingar um sóknar- bönd vera óaðgengilegar. Hún Ólína langamma mín var Fríkirkjukona. Hún var mjög kirkjurækin og einstaklega um- burðarlynd. Hún átti fimm börn og var hún amma mín, sem ég heiti eftir einu þeirra. Hún ólst því upp í Fríkirkjunni. Ég er í guðfræðinámi í Háskóla íslands, en þar fæ ég ekki þá reynslu sem ég fæ hér með söfn- uðinum. Það er ómetanlegt með náminu. Svo er ég einnig í læri hjá Hirti Magna. Hvort sem ég er kirkjuvörður, meðhjálpari eða með sunnudaga- skóla þann daginn, fæ ég hlýtt viðmót frá söfnuð- inum og ekki spillir fýrir að hvert bros sem ég gef fæ ég margfált til baka.Takk fyrir það.Á heild- ina litið eru það börnin sem eru dýrmætust í kirkjunni. „Kirkjan mín“ er upplifun okkar hér. Það er góð upplifun. Ása Björk Ólafsdóttir, kirkjuvörður og guðfræðinemi legu samfélagslegu gerjun sem felst í fjölhyggju og virku lýðræði. Sem dæmi má nefna að það ríkiskirkjufyrirkomu- lag sem við búum við hér á landi grundvallast á mik- illi forræðis- og hefðahyggju. Þar er litið á fjölhyggj- una og þá sjálfsgagnrýni sem hún kallar á, sem nei- kvæð fyrirbæri, sem einskonar afhelgun. Afhelgun til góðs En afhelgunin þarf ekki að vera svo slæm. Hún getur birst sem Guðs gjöf, sem fagnaðarerindi inn í vonlausar og lífvana kringumstæður. Afhelgunin er alls ekki bundin við hið trúarlega. Á flestum sviðum mannlífsins hafa viðteknar hug- myndir og viðtekin gildi, verið dregin í efa og eru látin takast á við nýjar hugmyndir og ný gildi. Af- helgunin hefur til dæmis náð til áður „helgra hug- mynda“ um stöðu kvenna í samfélaginu þar sem þær voru án menntunar og hlutverk þeirra án nokk- urra réttinda. Langt er síðan menn fóru að skilja að hefðir og siði er hægt að skapa, búa til og lesa aftur á bak inn í söguna, og það hefur verið gert, bæði á sviði sam- skipta kynjanna sem og á sviði kirkjustofnunarinnar og trúarinnar, sem og á sviði þjóðríkja og þjóðern- iskenndar. Gildishrun gamalla kennisetninga getur vissulega leitt til góðs ef við bregðumst rétt við og reynum að stýra þróuninni. Slík afhelgun getur leitt til nauð- synlegs endurmats, til skapandi spennu milli gamalla hugmynda og nýrra sem síðan leiðir til framfara og endurnýjunar. Það var í þeim kristna endurnýjunar anda sem framsýni Fríkirkjupresturinn sagði, fyrir meira en öld síðan „...Það á að koma og kemur einhvern tíma sá tími, að konur sitja hér á þingmannabekkjum og taka þátt í löggjöf lands og þjóðar, að konur sitja í dómarasætum, boða guðsorð, gegna læknastörfum, kenna við skóla og rækja hver önnur störf, sem karlmennirnir nú hafa einkarétt til að hafa með höndum......Það kemur að því einhvern tíma, að þetta sem nú þykja öfgar, mun þykja í alla staði eðli- legt“ Orð sr. Ólafs Ólafssonar Fríkirkjuprests eiga við enn í dag og verða í fullu gildi í náinni framtíð. Ég hef fulla trú á því að framundan séu breyting- ar til góðs og til enn frekara jafnréttis. En sagan sýn- ir að hröðustu og mikilvægustu breytingarnar eiga sér stað þegar kvenna- og jafnréttisbaráttan er sem virkust og öflugust.Án þeirrar virkni og þeirrar bar- áttu er hætta á ládeyðu og kyrrstöðu. Hjörtur Magni Jóhannsson. Flutt á málþingi í Salnum í Kóþavogi þann 17. mars 2004 í tilefni af 100 ára afmæli Heimastjórnarinnar. Haldið í samstarfi forsætisráðuneytis, Kvenréttindafé- lags íslands og Háskóla íslands, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Fríkirkjan í Reykjavík 15


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 15
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.