loading/hleð
(17) Blaðsíða 17 (17) Blaðsíða 17
 Kirkjan á sínu fyrsta byggingarstigi árið 1904. þeir, sem notaðir eru í hinni nýju. Þeg- ar kirkjusagan í borginni verður skráð þarf bæði að gefa því gaum og gamla orgelinu frá 1904. Þess skal einnig get- ið hér, að Kirkjubyggingarsjóður Reykjavíkurborgar studdi endanlegan frágang á kapellunni með rausnarlegu framlagi, sem tryggði að unnt var að taka hana í notkun á aldarafmælinu. Einnig það er þakkarvert. Safnaðar- heimilið og kirkjukapellan bættu mjög starfsaðstöðu safnaðarins og var full- komin samstaða meðal Fríkirkjufólks um þær framkvæmdir sem aðrar. Fríkirkjan hefur mikla sérstöðu Fríkirkjan í Reykjavík hefur mikla sérstöðu, hvernig sem á er litið.Allt frá upphafi og fram yfir miðja síðustu öld var hún stærsta samkomuhús lands- manna. Hún tók allt að 1000 manns í sæti og þar fóru því gjarnan fram fjöl- mennustu samkomur og fundir, sem efnt var til t.d. stofnfundur Eimskipafé- lags íslands hf. En af því leiddi einnig.að hún var nokkurs konar Tónlistarhöll landsmanna um áratugaskeið. Þar voru mörg merkustu tónverk vestrænnar tónmenningar frumflutt hérlendis, þar voru hljómleikar haldnir og fjölmennir söngkórar efndu þar til tónleika. Marg- ir þekktustu tónlistarmenn fslendinga á síðustu öld héldu þar gjarnan um sprotann, eins og til dæmis dr. Páll ís- ólfsson, dr.Viktor Urbancic, og dr. Ró- bert Abraham Ottósson, að ógleymd- um flestum af okkar þekktustu söngv- urum og tónlistarmönnum á síðustu Framkvæmdir í fullum gangi árið 1998. öld, er þar komu fram. Þessir við- burðir voru alla jafna fjölsóttir, eins og nærri má geta. Kirkjan gegndi því afar mikilvægu hlutverki í tónlistarlífi landsmanna, lengi vel, fram eftir öld- inni. í byggingarlegu tilliti hefur Fríkirkj- an líka mikla sérstöðu. Hún er efun- arlítið stærsta timburhús í landinu og áreiðanlega stærsta bárujárnsklædda húsið hérlendis. Svo hefur verið, allt frá 1924. Það er sjaldan sem menn leiða hugann að þessum atriðum, svo sjálfsögð eru þau í hugum lands- manna. í dag rúmar kirkjan líklega um 500 manns, og „fer létt með það“, eins og sagt er, auðvelt væri að koma þar fyrir nokkrum hundruðum sæta til viðbótar, ef í það færi. Margt hefur verið fært til betri vegar í málefnum hennar á umliðnum árum, en svo stór bygging, sem kirkjan er, þarf stöðugt á miklu viðhaldi að halda, sem kostar stórfé. Og dragist það úr hömlu getur það fljótlega orðið nær óviðráðanlegt. En auk viðhaldsins þyrfti hún líka að geta ráðizt í ýmsar kostnaðarsamar framkvæmdir áður en langt um líður, svo að ekkert skorti á að þessi gamla bygging hafl yfir allri þeirri aðstöðu að ráða, sem samkomuhús nútímans þurfa að geta boðið fram. Það er hins vegar efni í aðra grein. Því verður sett hér Amen eftir efninu. Sigurður E. Guðmundsson. Fríkirkjan í Reykjavík 17


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 17
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.