(19) Blaðsíða 19
Anna Sigga og Carl Möller
Tónhjarta Fríkirkjunnar
Ef ég ætti...
... 3000 bros myndi ég hnoða úr þeim kúlur og henda
í andlit allra klukkan átta á mánudagsmorgni.
Þessi litla setning hangir á vegg í kaffistofu Fríkirkj-
unnar, þar sem kórinn undirbýr æfingar og söng.
Það var auðvitað kórstjórinn, hún Anna Sigga, sem
hengdi þetta upp en setningin lýsir henni vel.
Anna Sigga heitir fullu nafni Anna Sigríður Helga-
dóttir og er söngkona. Hún er ekki bara söngkona
vegna þess að hún hafi lært söng, heldur ER hún
söngkona og hver einasta fruma í henni er sammála
því að án söngsins geti hún einfaldlega ekki lifað.
Það er ekki hægt að segja Anna Sigga án þess að
segja Calli líka, því Carl Möller tónlistarstjóri er hinn
hluti te/misins sem leiðir Fríkirkjukórinn um gleði-
vegu söngsins.
Carl þekkja margir. Ef ekki vegna tónlistarinnar, þá
vegna hundanna eða fuglanna eða bara góða skaps-
ins. Hann var í fýrstu unglingahljómsveit íslands,
Fimm í fullu fjöri, árið 1959, var með Sextett Óla
Gauks, í Sumargleði Ragga Bjarna og ótal öðrum
hljómsveitum. Hann hefur líka spilað jass talsvert
undanfarin ár og er þekktur fyrir það. Þessir tveir
einstaklingar, sem hvor um sig er hálfgerð príma-
donna, eiga einstaklega vel saman og útkoman úr
samspili þeirra hreint frábær.
Pínulítil umsókn
„Hvernig ég datt inn í að fara að spila hér í Frí-
kirkjunni?“ hváir Carl þegar farið er að forvitnast
um veru hans í kirkjunni viðTjörnina.
„Jú, það var þannig að ég var á gangi einn daginn
fyrir nokkrum árum, í Rauðagerðinu og mætti hon-
um Magnúsi Einarssyni sem var gjaldkeri safnaðar-
ráðs. Hann spurði hvort ég vildi ekki vera svo vænn
að sækja um stöðu organista í Fríkirkjunni þar sem
hún væri að losna. Ég gaf lítið út á það og það liðu
tvö ár. Þá hætti Kári Þormar organisti störfum hér
og um líkt leyti var ég spurður hvort ég væri ekki til-
búinn til að koma núna. Ég ákvað að senda inn litla
og netta umsókn en hún hefur örugglega verið al-
stysta umsókn sem um getur því uppiýsingarnar um
mig, sem reyndar voru á ensku, voru ekki lengri en
svo að þær kæmust fyrir á nafnspjaldi. Þetta hefur þó
greinilega verið nógu langt því ég var ráðinn hingað
með það sama.“
Þessi kirkja passar mér best
Það þótti ekki nóg að ráða organista/tónlistar-
stjóra til Fríkirkjunnar að þessu sinni, því nú átti að
leggja áherslu á að efla kórstarfið svo um munaði.
Carl hafði lært töluvert í kórstjórn íTónlistarskóla
Reykjavíkur og þekkti þar að auki til Önnu Siggu og
vissi að þar færi manneskja sem passaði inn í mátu-
lega frjálslegt umhverfi kirkjunnar og gæti búið til
með sér kór úr fólki sem kæmi allsstaðar að og með
ýmsa hæfileika.
Hann fór þess á leit við hana að hún kæmi í þetta
starf með sér og þar með var búið að binda örlaga-
hnút kirkjukórsins.
„Veistu,“ segir Anna Sigga með áherslu í röddinni,
„ég er alveg viss um að þetta var mér ætlað alveg frá
upphafi. Það hefur aldrei verið spurning um að ég á
heima í kirkju og á að syngja í kirkju og þessi kirkja
passar mér allra best. Hér fæ ég frelsi til að gera það
Fríkirkjukórinn í góðri sveiflu.
sem mig langar til, er með frábæran hóp fólks til að
þjálfa og Calli er auðvitað alveg einstakur.“
Anna Sigga lærði á Ítalíu en kom hér heim fyrir
nokkrum árum. Hún lifir fyrir sönginn og ástina —
hann ívar sinn — og segist hreinlega veslast upp og
deyja ef hún fær ekki að syngja.
„Ég prófaði þetta einu sinni þegar ég var á Ítalíu,"
segir hún. „Þá var mjög lítið að gera um tíma og ég
söng eiginlega ekkert. Ég fann bara hvernig ég vesl-
Carl Möller.
aðist smátt og smátt upp og var orðin næstum því
að engu. Svona líður mér þegar ég get ekki sungið.“
Hundalíf
Carl er ekki bara tónelskur, hann er einstakur
dýravinur líka. Hann á þrjá hunda, Florence, lcarus og
Mollyönnu. Hann á einnig fjóra fugla og segist hafa
ættleitt öll dýrin þar sem þeirra biðu vond örlög
annars.
„Já, ég á páfagauka,“ segir hann. „Fjóra páfagauka
reyndar og af þeim ættleiddi einn annan. Það var
þannig að einu sinni voru öll dýrin mín á dýrahóteli
og líka páfagaukastelpan. Hún kynntist þar páfa-
gaukastrák og varð þeim vel til vina. Svo þegar hún
fór heim aftur kom í Ijós að hann bara hætti að
borða og það endaði með því að komið var með
hann hingað líka. Páfagaukarnir mínir heita: Sabrína,
Kíkí, Bústa og Dýrfinnur.“
Ekki má gleyma betri helmingi Carls en hann er
kvæntur Ólöfu Kristínu Magnúsdóttur.
Rómantísk kirkja
Það er eitthvað sérstakt við Fríkirkjuna. Staðsetn-
ingin er auðvitað frábær og svo er kirkjan sjálf ein-
staklega falleg og vinaleg þar sem hún horfir sínum
veraldarvönu augum yfirTjörnina og lífið í miðbæn-
um og ekkert haggar ró hennar.
„Mér finnst þessi kirkja svo rómantísk,“ segir
Anna Sigga. „Alltaf þegar ég kem hér fram í hurðina
og horfi yfir Tjörnina finnst mér ég svo ótrúlega
heppin að fá að vera hérna og þá verð ég svo glöð
yfir því.“
Carl tekur undir þetta með henni og Ijóst er að
ekki aðeins er Fríkirkjan heppin að eiga þau tvö að,
heldur eru þau glöð yfir því að starfa í kirkjunni og
víst er að Fríkirkjukórinn er einstakur undir stjórn
þeirra.
Fríkirkjan í Reykjavík
19
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald