loading/hleð
(2) Blaðsíða 2 (2) Blaðsíða 2
Fríkirkjuprestur ásamt eiginkonu sinni Ebbu Margréti Magnúsdóttur og börnum; (í aldursröð) Aroni Þór, Ágústu Ebbu, Magnúsi Jóhanni og Rut Rebekku. Hundurinn heitir Indý. Mikil og fólks stöðug fjölgun Fríkirkju- og kirkjulegra athafna Undanfarin 6 ár hef ég boðið vel á annað þús- und nýja félaga velkomna í Fríkirkjuna í Reykjavík. Þar er um að ræða fólk á öllum aldri og úr ólíkum sviðum mannlífsins. Mikið er um að ungt fólk sem er meðvitað um trúfélagsskráningu sína skrái sig í söfnuðinn og fer því ungum fjölskyld- um fjölgandi og er það mjög gleðilegt. Líklegast er Fríkirkjan í Reykjavík það trúfélag sem er í hvað örustum vexti allra trúfélaga á landinu. En einnig vaxa aðrir lúterskir fríkirkjusöfnuðir nokk- uð ört og líklegast munu þeir saman ná að telja um 20.000 manns innan örfárra ára. Vorið 1998 þegar ég tók við starfi Fríkirkjuprests hafði safnaðarfélögum fækkað um nokkurn tíma og töldust þeir þá vera um 4.850. í dag eru safnaðarfé- lagar um 6.500 þegar allir eru taldir. Er Fríkirkjan í Reykjavík nú stærst allra frjálsra trúfélaga í landinu og er óháð landfræðilegum mörkum. Leita þarf 25 ár aftur í tímann til að finna sambærilegan fjölda athafna. Leita þarf aftur til fyrri hluta síðustu aldar til að finna sambærilegan vöxt safnaðarins. Kirkjulegum athöfnum sem Fríkirkjuprestur er fenginn til að framkvæma hefur fjölgað svo um mun- ar. Fjölgunin á athöfnum jafnt í gleði sem í sorg hef- ur verið stöðug ár frá ári allt frá því að ég tók við störfum. En skírnir, brúðkaup og útfarir hafa ekki verið jafn margar í aldarfjórðung, eða allt frá því þeg- ar sr. Þorsteinn Björnsson þjónaði söfnuðinum. En í þá daga voru mun færri þjóðkirkjuprestar starfandi í Reykjavík og þá höfðu einnig mun færri kirkjur ver- ið byggðar í höfuðborginni og nærliggjandi byggðar- lögum. í dag fara athafnirnar fram bæði í Fríkirkjunni við Tjörnina sem og annars staðar t.d. í kapellu safnað- arins í Safnaðarheimilinu við Laufásveg, í öðrum kirkjum eða á heimilum fólks. Vitundarvakning þrátt fyrir mismunun. Þegar hafður er í huga sá aðstöðumunur sem Frí- kirkjan í Reykjavík býr við í samanburði við þá ríkis- kirkjusöfnuði sem eru allt í kring þá er ekki annað hægt en að tala um vitundarvakningu. Fólk er að vakna til vitundar um að það á sjálft að ráðstafa sín- • Fríkirkjan í Reykjavík hefur einungis bol- magn til að greiða einum presti laun af rekstrarfé safnaðarins. • Fríkirkjunni í Reykjavík er meinaður að- gangur að miklum sjóðum sem liggja á milli ríkis og kirkju. • Fríkirkjan í Reykjavík getur haft 2-4 starfsmenn í hlutastörfum. • Fríkirkjan í Reykjavík safnar ekki sjóðum. um eigin trúfélagsgjöldum til þess trúfélags sem það sjálft velur samkvæmt sinni samvisku.trú og réttlæt- iskennd. Trúfélagsskráning er val hvers og eins og fólk þarf að nota það val. Sú ógeðfellda tilhugsun að trúfélagsgjöld fólks séu notuð til að mismuna og við- halda ranglæti ýtir við mörgum og fær þá til að end- urskoða sína trúfélagsskráningu. Slík vitundarvakning er í raun mjög í anda evangelískrar lúterskrar trúar. Hjörtur Magni Jóhannsson • Þjóðkirkjusöfnuðirnir í nágrenninu hafa tvo ríkislaunaða embættismenn á sínum snærum. Þar að auki hafa þeir aðgang að ríkislaunuðum afleysingarprestum eftir þörfum. • Þjóðkirkjusöfnuðirnir hafa aðgang að sjóðum upp á hundruðir milljóna króna auk þess að hafa ýmiskonar forgangsað- gengi að stofnunum og þjónustu. • Meðal annars vegna þess að þjóðkirkju- söfnuðirnir þurfa ekki að greiða prestum sínum laun eða standa skil á ýmsum öðr- um kostnaði sem Fríkirkjan þarf að gera, þá geta þeir haft 10 — 14 starfsmenn í heilum eða hluta stöðum. • Hinsvegar geta þjóðkirkjusöfnuðirnir safnað hundruð milljónum króna. 2 Fríkirkjan í Reykjavík


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (2) Blaðsíða 2
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/2

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.