(20) Blaðsíða 20
Ríkiskirkja í feluleik
Ranglætið hverfur ekki með þögninni
r
OKKAR samfélagi telst trúfélagafrelsi til grund-
vallar mannréttinda.Trúfélagafrelsi grundvallast á
því að nokkurt jafnræði sé á milli starfandi trúfé-
laga.
Hér á landi ríkir því miður ekki jafnræði á milli
trúfélaga. Margvísleg forréttindi þjóðkirkjunnar um-
fram önnur trúfélög og afstaða hennar til annarra
trúfélaga valda hróplegri mismunun. Sú mismunun
réttlætist ekki af ákvæði stjórnarskrárinnar um
stuðning ríkisins við hina evangelísk-lútersku kirkju
því að sum þeirra trúfélaga sem mismunað er eru
einmitt evangelísk-lútersk. Mismununin er einnig í
ósamræmi við það samfélagslega réttlæti sem lút-
erskri kirkju er ætlað að vera fulltrúi fyrir.
Ljóst er að undanfarin ár hafa skref verið stigin í
átt til aðgreiningar ríkis og þjóðkirkju hér á landi.
Munar þar mest um kirkjulögin frá 1997 og samning
íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Það má vera að í
samanburði við þróun sambærilegra mála í einstaka
nágrannalöndum okkar virðist ferlið hér á landi vera
nokkuð á veg komið.
En sá íslenski veruleiki sem blasir við er allt ann-
ar.
Neikvæð mismunun
í því vandrataða ferli sem felst í að greina annars
vegar á milli ríkis og þjóðkirkjustofnunarinnar en
hins vegar að koma á raunverulegu trúfélagafrelsi á
íslandi virðist sem stór skref hafi verið tekin aftur á
bak hvað varðar trúfélagafrelsið og jafnræði trúfé-
laga.
Það virðist aðeins hafa verið gert ráð fyrir einu
kristnu trúfélagi í landinu þótt staðreyndin sé sú að
þau eru fleiri en eitt og eru reyndar nokkuð mörg.
Einu trúfélagi er áfram tryggð slík fjárhagsleg sér-
staða og forréttindi að íslendingar munu áfram búa
við það ríkiskirkjufyrirkomulag þar sem trúfélögum
er gróflega mismunað.
Ljóst er að í dag dytti engum í hug að búa til það
fyrirkomulag trúmála sem nú ríkir hér á landi ef við-
miðið ætti einungis að vera jafnræði, lýðræði og
kristilegt réttlæti (allt evangelísk-lútersk viðmið).
Ljóst er að stofnunarlegir hagsmunir eins trúfélags
hafa ráðið ferðinni að mestu.
Forsvarsmenn þjóðkirkjunnar og biskup íslands
hr. Karl Sigurbjörnsson þar með talinn halda því
fram að hér á landi sé alls enga ríkiskirkju að finna.
Því er einnig haldið fram að nú sé þjóðkirkjan sem
hvert annað trúfélag og að nú sé svo til alveg skilið
á milli ríkis og kirkju hvað fjármál varðar.
Sá veruleiki sem blasir við þeim sem lifa og starfa
utan við þjóðkirkjustofnunina er allt allt annar.
Nýju fötin keisarans
Á hverju ári sem líður fær þjóðkirkjan 1,8 MILLJ-
ARÐA króna frá ríki, umfram önnur trúfélög, um-
fram trúfélagsgjöld. Sjá töflu bls. 21.
Greinilegt er að ofangreind mismunun
stangast á við jafnréttisákvæði stjórnarskrár-
innar og tvær eftirfarandi forsendur jafnrétt-
is og trúfrelsis sem eru;
- Að opinberum gjöldum einstaklinga sé
hvorki með beinum eða óbeinum hætti ráð-
stafað til eflingar trúfélaga sem viðkomandi á
ekki aðild að.
- Að trúfélögum sé ekki mismunað með
mismunandi fjárveitingum eða fjárhagslegri
fyrirgreiðslu frá hinu opinbera.
Samkvæmt lögum er það forseti íslenska lýðveld-
isins sem skipar biskup (slands og vígslubiskupa. Ráð-
herra skipar sóknarpresta.
[ 60.gr., laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóð-
kirkjunnar segir: „Ríkið standi skil á launum biskups
íslands, vígslubiskupa, 138 starfandi presta og pró-
fasta þjóðkirkjunnar og 18 starfsmanna biskups-
stofu.“
Það er illskiljanlegt hvernig hægt er að setja um
160 manns í þá hreint ótrúlegu stöðu sem hér er
lýst: Mánaðarlega meðtaka þau launaumslag frá
launaskrifstofu ríkisins eins og hverjir aðrir ríkis-
starfsmenn og framfæra sig sjálf og fjölskyldur sínar
á þeim launum. Þau hin sömu njóta réttinda og bera
skyldur sem opinberir starfsmenn samkvæmt lögum
og vinna ötullega að sínum kjara- og réttindamálum
á þeirri forsendu. En samhliða og samtímis verða
þau að halda því fram að þau starfi alls ekki hjá rík-
inu og séu allsendis ekki launþegar ríkisins. Og að þá
stofnun sem þau starfa fyrir og veltir árlega milljörð-
um af ríkisfé, megi þau alls ekki með neinum hætti
kenna við ríkið.
Hætt er við að þegar slík tvöfeldni er í ytri um-
gjörð þeirrar stofnunnar sem öðrum fremur kennir
sig við Jesú Krist varpi það dökkum skugga á nafn
Krists og yfir það raunverulega kærleiksstarf sem
unnið er í hans nafni hér á landi.
Þjóðkirkjan skilgreinir sig sem ríkiskirkju
Nú rétt fyrir síðustu aldamót voru samþykkt ný
kirkjulög og þá gerði íslenska ríkið og þjóðkirkju-
stofnunin með sér samning um kirkjujarðir og launa-
greiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar.
Engin aðili fjallaði jafn lengi og jafn ýtarlega um
lagadrögin, og samninginn og einmitt þjóðkirkjustofn-
unin. Engin stofnun átti því jafn stóran þátt í að móta
hvort tveggja og þjóðkirkjustofnunin og þá er Alþingi
meðtalið. Þjóðkirkjustofnunin er annar tveggja aðila
að samningnum og ber því fulla ábyrgð á honum.
Það hefur aldrei þótt gott til eftirbreytni eða virð-
ingarvert að vilja ekki kannast við verk sín og afleið-
ingu þeirra. En nú er það svo að þegar Fríkirkju-
prestur gerir þessi mál að umræðuefni þar sem að
réttur fríkirkna hefur augljóslega verið fyrir borð
borinn þá þvo forsvarsmenn þjóðkirkjunnar hendur
sínar og segja „ég undrast það mest að þú skulir ein-
vörðungu hamast á Þjóðkirkjunni þegar augljóst er
að við löggjafann er að sakast“.
Vill biskup eiga Þingvelli aleinn?
Samningurinn felur það í sér að kirkjujarðir verða
eign ríkisins gegn því að ríkissjóður greiði fjárfram-
lag vegna launa og launatengdra gjalda biskups ís-
lands, vígslubiskupa og 138 presta og fleiri starfs-
manna, eins tiltekins trúfélags af mörgum.
En kirkjujarðirnar eru hluti af kirkjusögulegum
arfi allra íslendinga. Þegar „kirkjueignir" mynduðust
voru allir landsmenn í „kirkjunni", enginn gat undan
því komist. Þess vegna eru svokallaðar kirkjueignir
eign þjóðarinnar allrar. Og það er hreint fáránlegt að
gefa í skyn að þegar fólk skráir sig í þau kristnu frjál-
su trúfélög sem eru í hvað örustum vexti í hinum
kristna heimi í dag, sé það að afsala sér eignaraðild
að þjóðareign eða að afsala sér sínum kirkjusögulega
arfi.
Samkvæmt kristnum skilningi eru u.þ.b. 94%
þegna þjóðríkisins „kirkjan". Það er að segja allir
þeir sem tilheyra kristnum trúfélögum og játa krist-
na trú.
En í samningnum er „kirkjan" greinilega skilgreind
út frá ríkiskirkjuhugmyndinni. Þar er kirkja skilgreind
sem „prestarnir og starfsmenn biskupsstofu í einu
tilteknu trúfélagi". í samningnum er verið að færa
kirkjusögulegan arf þjóðarinnar, eða a.m.k. þeirra
94% þjóðarinnar sem játa kristna trú, til fárra útval-
inna. Það er í mótsögn við kristna kenningu og lút-
erskan kirkjuskilning.
Með samningnum skilgreinir þjóðkirkjan sig sem
ríkiskirkju og tekur sér stöðu sem einskonar mið-
aldakirkjustofnun sem er öfugu megin við Lúter og
hans siðbót.
Ofán á þetta bætist síðan að biskup íslands hefur
gefíð það í skyn að hugsanlega fari hann og stofnun
hans í mál við ríkið/þjóðina vegna kirkjujarðanna og
þá um leið vegna þjóðarhelgidómsins Þingvalla. Nú,
ef svo færi og biskup og stofnun hans ynni slíkt
dómsmál og svipti þannig hina almennu kirkju þeim
helgidómi sem Þingvellir eru þá vaknar strax spurn-
ingin, hverjir fengju að koma til Þingvalla og hverjir
ekki? Miðað við það hvernig fríkirkjum hefur verið
haldið utangarðs þá má ætla að fríkirkjufólk almennt
og þeir sem tilheyra öðrum trúfélögum eða eru
utan trúfélaga fengju ekki aðgang. Eða þyrftu a.m.k.
að greiða aðgangseyri. Síðan er það spurning með
þann fjölda sem er að nafninu til skráður í þjóðkirkj-
una. Mikill meirihluti þess mikla fjölda vill eindregið
20
Fríkirkjan í Reykjavík
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald