loading/hleð
(22) Blaðsíða 22 (22) Blaðsíða 22
Til minningar um... Eyjólf Guðbrandsson og Steinunni Sigurgeirsdóttur Kristin Bernhards og Salome Jóhannesdóttur Hjónin Laufey B. Jóhannesdóttur og Óskar B. Erlendsson og syni þeirra, Jóhannes, Jóhann og Óskar Gunnar Rögnu og Hermann Bæringsson Vilborgu Vigfúsdóttur Ljósmynd: Bragi Þór Jósefsson. Safnaðarstjórn Fríkirkjunnar ásamt safnaðarpresti og organista tekin rétt efiir miðja síðustu öld ca. 1951-1956. í fremri röð (f.v.): Kristján Siggeirsson, Ingibjörg Steingrímsdóttirjón Bjarni Pétursson (formaður), sr. Þorsteinn Björnsson, Fríkirkjuprestur og Pálína Þorfmnsdóttir. Aftari röð (f.v.): Þorsteinn Sigurðsson, Þorgrímur Sigurðsson, Magnús Brynjólfsson, Kjartan Ólafsson, Sigurður ísólfsson organisti og Valdimar Þórðarson. Sr. Þorsteinn Björnsson Þjónaði í Fríkirkjunni í 28 ár og lengur en nokkur annar prestur. Hann þótti góður og traustur predikari. Söngrödd hans var annáluð um land allt og hljómaði oft í útvarpi. „Og þegar vér nú á þessu afmaeli, þessum sjónarhóli, lítum fram á veg, hvað er það þá, sem öllu máli skiptir? Hér í þessari kirkju hafa á sín- um árum margar raddir heyrzt. En sú hefur að minnsta kosti verið predikun presta hans til þessa, að eftir einni rödd beri fyrst og síðast að hlusta, rödd Drottins í orði hans, heyra hvað Guð, faðir, skapari vor, Drottinn Jesús, frelsari vor, og heilagur andi, huggari vor, vill við oss tala í sínu orði. Eins og textinn segir í dag og alla daga er það þetta: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld, því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ Meðan eftir þessu er hlustað í söfnuðinum og leitazt við að gera það, sem boðið er, þá er allt gott. Þá blómgvast hann, þá munu árin ekki setja á hann ellimörk, því að þá heldur hann áfram að vera laufblað á lífsins tré.“ Niðurlagsorð í stólræðu sem hann flutti á 75 ára afmæli Fríkirkjunnar þann 19. nóvember árið 1974. 22 Fríkirkjan í Reykjavík


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 22
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.