loading/hleð
(31) Blaðsíða 31 (31) Blaðsíða 31
Desember 2004 - Helgihald og tónleikar 12. des. Kl. 11.00. Barnasamvera í kirkju og síðan jólatrésskemmtun í Safnaðarheimili á eftir, á þessum þriðja sunnudegi í aðventu. Mikið sungið og dansað í kringum jólatréð og jólasveinninn kemur í heimsókn með gjafir handa öllum. Heitt á könnunni fyrir hina fullorðnu — eitthvað fyrir alla og mikil gleði. Kl. 20.00. Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík!!! Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn Önnu Sigríðar Helgadóttur sem einnig syngur einsöng. Gróa Hreins- dóttir verður við hljóðfærið. Gestir okkar eru allir landsþekktir hver á sínu sviði. Guðrún Gunnarsdóttir söng- og fjölmiðlakona flytur nokkur lög ásamt eiginmanni sínum Valgeiri Skagfjörð. Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxafónleikari munu einnig flytja sína einstöku tónlist. Þá verða einnig með okkur þeir Pétur Sigurðsson bassaleikariog Erik Quick Trommuleikari. Ræðumaður kvöldsins verður Sigmundur Ernir Rúnarsson ritstjóri en hann hefur nýverið gefið út bók sem vakið hefur mikla athygli. Hjörtur Magni Jóhannsson flytur upphafs og lokaorð. 13. des. Kl. 20.00. Tónleikar. Ragnheiður Árnadóttir sópransöngkona syngur ásamt fleirum. 15. des. Kl. 12.15. Bæna og kyrrðarstund í Kapellu Kl. 17.00. Suzuki tónleikar í kirkjunni. Kl. 20.00. Tónleikar kórs Kvennaskólans í Reykjavík. 16. des. Kl. 20.00. Kvöldlokkur á jólaföstu. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar. 19. des. Kl. 11.00. Messa. Ferming ungs drengs frá Frakklandi. Jólasöngvar sungnir. Kl. 17.00. Heilunarguðsþjónusta. 22. des. Kl. 12.15. Bæna og kyrrðarstund í Kapellu 23. des. Kl. 21.00. Tónlist í kirkjunni —Aðventuvaka með Öllu, Ásu og Önnu Siggu. 24. des. Kl. 18.00. Hátíðarguðsþjónusta. Fermingarbörn taka þátt í tendrun altarisljósa. Kl. 23.30. Miðnætursamvera á jólanótt. Páll Óskar og Mónika ásamt Önnu Siggu og safnaðarpresti. 25. des. Kl. 14.00. Hátíðarguðsþjónusta. Barn borið til skírnar. 31. des. Kl. 14.00. Hátíðarguðsþjónusta á Elli og hjúkrunarheimilinu Grund. Kl. 18.00. Hátíðarguðsþjónusta á gamlárskvöld í Fríkirkjunni. (----------------------\ Göðan daginn! = Veldu með hverjum þú vaknar Ksrleiksklukkan cPmir rFf'í/iirfijunnur Kærleiksklukka Fríkirkjunnar Asíðasta ári sömdum við um einkasölurétt á íslandi, á sérstakri vekjaraklukku, sem er um leið myndarammi. Okkur þótti þetta afar athyglisverð hugmynd og höfum kallað hana Kærleiks-klukkuna. Klukkan er afar sérstæð gjöf. Sem dæmi um notkun er að setja mynd af barni i ramman og láta það lesa kveðju inn í minni klukkunnar, t.d. ef pabbi er mikið á ferðalög- um getur hann vaknað á hverjum morgni við rödd barnsins síns sem segir: „Góðan daginn pabbi minn. Nú er kominn tími til að vakna. Ég elska þig.“ Eða hópmynd sem gjöf handa ömmu með hlýlegri kveðju barnabarnanna sem segja: „Halló amma mín. Nú er klukkan fjögur og tími til að taka lyfin þín.Við elsk- um þig.“ Þannig má lengi finna upp kveðjur, jafnvel að láta heimilishundinn gelta til að minna húsbónda sinn á að matartími sé kominn. Þetta er sem sagt rammi utan um mynd af þeim sem er elskuð eða elskaður og síendurtekin kveðja með rödd viðkomandi. Hægt er að stilla klukkuna eins og venjulega vekjaraklukku, þannig að kveðjan hljómi á fyrirfram ákveðnum tíma, eða að þrýsta á hnapp til að heyra kveðjuna þegar löngun til þess gerir vart við sig. Þess gjöf er því ávallt tákn um væntumþykju og ást og hún minnir stöðugt á sig. Við urðum heilluð af þessari frábæru gjöf, þegar við sáum hana og ákváðum að gera hana að Kær- leiksklukku Fríkirkjunnar, selja hana þeim sem kaupa vill og verja ágóðanum til að styrkja starf safnaðar- ins. Hægt er að nálgast Kærleiksklukkuna með því að senda tölvupóst á frikirkjan@frikirkjan.is (við send- um í póstkröfu um allan heim) eða hjá kirkjuverði Ásu Björk Ólafsdóttur, en hana má finna í kirkjunni við allar athafnir. Klukkan kostar 3.500 krónur og eins og áður sagði rennur ágóðinn í safnaðarstarfið. Vanti þig góða, óvenjulega og persónulega gjöf, gjöf handa þeim sem á allt, afmælisgjöf, jólagjöf, tæki- færisgjöf eða gjöf án tilefnis - gjöf sem gleður lengi, þá er Kærleiksklukkan tilvalin gjöf. Með því styrkir þú söfnuðinn þinn og gleður einhvern þér nákominn um ókomna tíð. Vinir Fríkirkjunnar. Fríkirkjan í Reykjavík 31


Fríkirkjan í Reykjavík

Ár
2004
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Tengja á þessa síðu: (31) Blaðsíða 31
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/31

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.