(4) Blaðsíða 4
Maðurinn sjálfur
og samband hans við Guð
r r r
Avarp forseta Islands Olafs Ragnars Grímssonar
Kirkja er griðastaður trúar og tilbeiðslu. Kirkja
er heimili safnaðar og samfélags. Kirkja er án-
ingarstaður í ævi og örlögum einstaklinga og
fjölskyldna. Þar gefst okkur huggun og gleði, fögnuð-
ur og endurnæring andans.
Kirkja er musteri í borg og byggð, tákn um metn-
að fólksins og hagleik meistara handverks og smíða.
Kirkja er merkisberi í þroskasögu þjóðar ogtrúarlífs,
staðfesting á þáttaskilum, nýjum tímum sem búa
fagnaðarerindið sígilda þeim klæðum sem best hæfa
kröfum og takti hverrar tíðar.
Fríkirkjan í Reykjavík hefur svo sannarlega samein-
að alla þessa eiginleika.
Hér hafa þúsundir Reykvíkinga komið saman í
bæn og þakkargjörð, leitað huggunar og líknar í sorg
og efa, fagnað skírn og fermingu, játast guði og frels-
aranum á þann hátt sem best hæfir trúarþörf hvers
og eins.
Hér eignuðust íslendingar lifandi minnisvarða um
þá framsækni sem einkenndi bjartsýna þjóð í árdaga
aldarinnar: kirkju sem snemma varð hugljúft kenni-
leiti ungrar höfuðborgar;turninn og spegilmynd hans
íTjörninni:tákn um samspil fegurðar og framfaravilja,
kennimark þeirrar kynslóðar sem færði íslandi full-
veldi og sjálfstæðan sess í samfélagi þjóðanna.
Fríkirkjan í Reykjavík hefur verið samferða öldinni
og varðveitir í sögu sinni enduróm og minningu þeir-
ra viðburða, umróts og hugsunar sem hægt og bít-
andi gerðu (slendingum kleift að vera á eigin forsend-
um þjóð meðal þjóða.
Trúin var um aldir í föstum skorðum og sú breyt-
ing mest frá kristnitöku sem valdið færði frá Róm til
konungs og kansellís, kenninguna frá kaþólskum sið
til lærdóma Marteins Lúthers.
Á öldinni 18. og arftaka hennar var kyrrstaðan slík
að predikun og messugjörð; já, einnig valdið sjálft hjá
prestum, biskupum, stiftamtmönnum og konungi —
allt var þetta nánast óbreytt kynslóð eftir kynslóð.
Það var í þann kyrrðarheim sem Fríkirkjan hélt
innreið sína, boðberi nýrra tíma, frjálsræðis og lýð-
ræðis, frelsis og fagnaðarerindis, trúar og lífssýnar
sem gerði manninn sjálfan og samband hans við guð
að grundvelli kirkju og bænar, blessunar og fullvissu
um eilíft líf og kærleika skaparans.
I stað þeirra stofnana sem í krafti embætta og rík-
is höfðu æðsta vald á vettvangi trúar kom söfnuður
fólksins sjálfs sem með eigin presti fann vegi trúar og
vissu sem hæfðu best niði nýrra tíma.
Fríkirkjan var með í sveit þeirra brautryðjenda
sem sköpuðu hið nýja ísland.færðu þjóðinni skilning,
metnað og getu sem dugðu henni vel til sjálfsstjórn-
ar og fullveldis — kirkja sem umbreytti samfélagi og
trúarlífi á þann veg að opna hugann um leið og hið
besta úr arfi aldanna var varðveitt og blessað.
Á þessum hátíðardegi þakkar þjóðin og virðir
merka sögu og minnist frumherjanna og alls þess
góða fólks sem þjónað hefur söfnuðinum með fórn-
fýsi og góðum vilja.
Við þökkum líka hvert og eitt fyrir þær stundir
sem þessi kirkja hefur fært okkur, stundir gleði og
sorgar, tilbeiðslu og trúar; þökkum þeim prestum
sem hér hafa þjónað og fulltrúum safnaðar sem vald-
ir voru til forystu.
Hingað kom ég drengur að vestan til séra Þor-
steins sem þjónað hafði á Þingeyri, prestsins sem afi
minn og nafni aðstoðaði sem meðhjálpari alla hans
tíð fyrir vestan, kom hingað líkt og margir Dýrfirð-
ingar sem áfram litu á séra Þorstein sem prestinn
sinn þótt kirkjan hér við Tjörnina væri orðin hans
þjónustuhús.
Og hér fermdist ég; sat í horninu í kórnum ásamt
fermingarsystkinum mínum á ógleymanlegum degi.
Hér var útför móður minnar og síðar föður, afa míns
og ömmu; stundir á æviskeiði sem ávallt leita sterkt
á hugann í hvert sinn sem ég geng hér inn kirkjugólf-
ið.
Þannig er með okkur öll sem hér erum saman
komin. Hin fallega Fríkirkja í Reykjavík varðveitir í
andblæ sínum, tign og trúarumgjörð þær minningar,
sárar og kærar, sem við viljum bera í hjörtum okkar
alla ævi.
Kirkja sem er og verður hús tilbeiðslu og trúar,
heimili safnaðar og fjölskyldna.griðastaður allra þeir-
ra sem leita huggunar og gleði í fagnaðarerindinu um
frelsarann Jesú Krist og í boðskapnum um guð föð-
ur almáttugan skapara himins og jarðar.
Fríkirkjan í Reykjavík er og verður íslendingum
kærleiksstaður, táknkirkja um baráttu fátækrar þjóð-
ar fyrir frelsi og framförum, áminning um óheftan
anda og sjálfstæða hugsun.
Ég færi ykkur öllum árnaðaróskir íslenskrar þjóð-
ar og óska Fríkirkjunni allra heilla á öldinni sem senn
heilsar. Megi hin góða kirkja áfram eiga farsæla sam-
fylgd með trúarþörf og kristindómi íslendinga.
Flutt á 100 ára afmæli
Fríkirkjunnar í Reykjavík
í hátíðarguðsþjónustu
2l.nóvember /999.
Orð sr. Lárusar Halldórssonar
í Fríkirkjunni í júlí árið 1899
„Þjóðfélagið og kristindómurinn eða ríkið og
kirkjan, eru tvær hinar stærstu hugsjónir mann-
kynsins: þær eiga að standa hvor við hliðina á
annarri og styðja hvor aðra, og gjöra það best á
þennan hátt, að hvor um sig fái að þróast sam-
kvæmt réttum eðlislögum sínum. En sé farið að
tengja þær saman, t.a.m. með því að gjöra kristna
trú að skilyrði fyrir borgaralegum réttindum, þá
liggja hinar skaðlegu afleiðingar af því í augum
uppi og eru nógsamlega sannaðar af mannkyns-
sögunni. Afleiðingarnar eru óhjákvæmilega hræs-
ni og vanakristindómur fyrir þá, sem ekki eru
vandir að trúnni, en missir þjóðlegra réttinda, of-
sóknir og dauði fyrir þá, sem ekki vilja gjöra sann-
færingarlausa játningu.
Trúar- og samviskufrelsið er hin dýrmætasta
eign hvers manns, gefin honum af Drottni sjálfum.
En það hefur kostað mikið stríð og óteljandi
manna blóð, að fá þetta frelsi viðurkennt af ríkis-
valdinu. Fyrst börðust kristnir menn fyrir trúar-
Séra Lárus Halldórsson á yngri árum.
frelsi sínu og létu líf og eignir fyrir sannfæring sína:
en svo komu þeir tímar að þeir vildu svipta aðra
menn þessu sama frelsi; kirkjan varð ofsækjandi
vald, hið mesta, sem fram hefur komið í heimin-
um.“
Sr. Lárus Halldórsson,
Athugasemd við grein síra Matthíasar
Jochumssonar um fríkirkju.
„En aldrei má gleyma því, að það er ekki nóg að
kynslóðin læri að þekkja háar og helgar hugsjón-
ir. Aðalatriðið er, að menn læri að framkvæma
hugsjónirnar.... Sé svo, að hugsjónirnar séu fram-
kvæmanlegar nú þegar, þá er allt skraf um að
„vinna í haginn fyrir þær“ ekki annað en vafning-
ur og flækjur, til að hepta framkvæmdina.
Það er illt að kynslóðin sé sannfæringarlaus,
hugsjónarlaus; en langtum verra og háskalegra er
þó að hafa hugsjónir, en vilja ekki framkvæma þær,
búa yfir sannfæringu, en þora ekki að standa við
hana og vilja ekkert á sig leggja fyrir hana.“
4
Fríkirkjan í Reykjavík
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Kvarði
(34) Litaspjald