loading/hleð
(6) Page 6 (6) Page 6
Oháð hinu veraldlega valdi Verulegur skriður komst á mannfjölgun í Reykjavík eftir 1890 og jafnframt var þá að verða eðlisbreyting á íslensku þjóðfélagi. í stað hins einsleita sveitasamfélags tók smám saman að myndast fjölþætt bæjarsamfélag þar sem rými var fyrir margs konar hugmyndir. Reykjavík var eina verulega þéttbýlið á landinu og þar varð helsti jarð- vegur nýrra hugmynda í trúarlegum efnum hér á landi. Fram að þessu hafði samfélagið sjálft verið við- fangsefni hinnar evangelísku-lútersku kirkju en nú var einstaklingurinn og vitund hans í æ ríkara mæli að komast í sviðsljós trúarinnar. Þegar fyrir 1890 var fárið að bera á nokkurri tog- streitu um kirkjumál milli heldri manna í Reykjavík, sem mestu réðu í Dómkirkjunni, einu kirkju bæjar- ins, og þeirra sem töldu hlut sinn þar fyrir borð bor- inn. í prestskosningum 1889 speglaðist þessi tog- streita nokkuð en þá heyrðust raddir um það að rétt væri að stofna söfnuð, sem stæði utan þjóðkirkjunn- ar, ef höfðingjaflokkurinn yrði ofan á í kosningum til dómkirkjuprests. Það var þó ekki fyrr en tíu árum síðar sem til skarar var látið skríða. Hinn 30. októ- ber 1899 voru þrír reykvískir járnsmiðir á gangi uppi við Skólavörðu og bundust fastmælum um það að ganga á fund sr. Lárusar Halldórssonar, sem nýfluttur var í bæinn, en hann hafði áður gengist fyrir stofnun fyrsta fríkirkjusafnaðarins á Reyðarfirði, og fá hann til að verða prestur nýs fríkirkjusafnaðar í Reykjavík. Söfnuðurinn var formlega stofnaður í Góðtempl- arahúsinu 19. nóvember 1899 og var skýrt tekið fram af frumkvöðlum hans að ekki væri um að ræða trúarágreining við þjóðkirkjuna enda hét hann „Hinn evangelísk-lúterski fríkirkjusöfnuður í Reykjavík". Hins vegar voru fyrstu fríkirkjumennirnir sáraóá- nægðir með eitt og annað í fyrirkomulagi, helgisiðum og yfirstjórn þjóðkirkjunnar. Sr. Lárus Halldórsson, fyrsti fríkirkjupresturinn, var og þeirrar skoðunar að kirkjan ætti að vera óháð hinu veraldlega valdi. Tilgangur forgangsmanna fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík mun meðal annars hafá verið sá að hvetja Reykvíkinga til hugsunar um andleg mál og spyrna gegn þeim solli sem margir töldu þá vera orðinn í Reykjavík. Einlæg trúarleg vakning var því ein helsta undirrót stofnunar safnaðarins. A stofnfundinum lét einn fundarmanna þess getið að gætu menn náð, þó ekki væri nema tíu mönnum, út úr sollinum eina stund á viku, þá væri mikið unnið. Þessu fylgdu fríkirkjumenn síðan eftir með margs konar hætti og beittu sér meðal annars fyrir stofnun Barnaskóla Ásgríms Magnússonar sem einnig var stundum nefndur Frí- kirkjuskólinn. Hann starfaði á Bergstaðastræti 3 á árunum 1904 til 1931 og naut styrks bæjaryfirvalda eftir 1915. í tengslum við hann var rekinn kvöldskóli sem einkum var sóttur af vinnukonum og gaf þeim þannig kost á mikilvægum menntunartækifærum. Allt til 1930 var einungis rekinn einn barnaskóli á vegum bæjaryfir- valda og skóli Ásgríms Magnússonar var því næst- stærsti barnaskóli Reykjavíkur. Um 200 fjölskyldur gengu í Fríkirkjusöfnuðinn þegar við stofnun hans og árið 1903 hafði risið fög- ur kirkja á vegum hans viðTjörnina í Reykjavík. Raun- ar bætti Fríkirkjan úr brýnni þörf í Reykjavík því að Dómkirkjan var þá orðin alltof lítil í hinum ört vaxandi höfuðstað. Svo fór líka að ákveðið var að stækka kirkjuna strax árið eftir að hún varð vígð og enn var byggt við hana 1925. Um 1910 var helmingur Reykvíkinga kominn í Frí- kirkjusöfnuðinn og sést best á því hversu mikinn hljómgrunn hann átti meðal þeirra. Síðan hefur þetta hlutfall, eftir því sem sóknum höfuðborgarinnar hef- ur fjölgað, af eðlilegum ástæðum farið minnkandi. Fríkirkjusöfnuðurinn hefur nú um 100 ára skeið átt ríkulegan þátt í kristilegu starfi Reykvíkinga. Frí- kirkjan er eitt af svipmestu húsum Reykjavíkur og er greypt inn í vitund hvers einasta Reykvíkings, þar sem hún speglar sig í Tjörninni, sem eitt af helstu kennimörkum borgarinnar. Megi starf hennar vera jafn farsælt á komandi árum sem hingað til. Avarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, páverandi borgarstjóra í tilefni af 100 ára afmæli Fríkirkjunnar 2 /. nóv. 1999. I tilefni jólanna Eftirfarandi texti er niðurlagsorð predikunar sem Haraldur Níelsson flutti á jóladag árið 1918. „Með boðskap jólanna er sem blítt Ijós falli niður í dimmu jarðlífsins yfir hvers konar böl þess. Ekkert heimili þessa lands, hversu svo sem högum þess er farið, þarf að fára á mis við það. Það getur fallið í sál sérhvers af oss, ef vér megn- um að veita því viðtöku. Með andans sýn sjáum vér himneskar hersveitir í þeirri birtu. Og þeirra á meðal vitum vér einnig, að framliðnir ástvinir vorir eru. Nú halda þeir jól í Guðs æðra heimi. Þangað stefnum vér einnig, og þar vonum vér líka að halda beztu jólin. Lætur þú slíkar hugsanir fylla sál þína friði í dag? Sé svo, þá segir þú líka í auð- mýkt: Mér er frelsari fæddur! Immanúel — Guð er með oss! Guð er með mér í öllum erfiðleikum mínum, í dimmu míns jarðneska lífs. Ég tek undir söng hinna himnesku hersveita: Dýrð sé Guði í upphæðum! Þótt dimmt sé kringum hvílu mína, er jólaljósin slokkna og nóttin færist yfir mig með sinn helga frið, sé ég í anda sýnir, sem öllu jarðnesku eru fegri. Ég sé frelsara minn og Drottin sem barn í jötu, þar sem gleymska jarðlífsins hefir lagst yfir sál hans. Ég sé hann líka uppris- inn í dýrðarljóma, með árangurinn mikla af því, að hann afsalaði sér öllu og týndi öllu af elsku til mannanna. Og ég sé himneskar her- sveitir út frá honum. Ég veit, að ég er sjálfur á heimleið til föðurhúsa. Ég veit að öllu er óhætt, þó að enn hafi ég ekki náð tökum á hinum fulla friði guðs-barnsins. Birta Drottins Ijómar kringum mig. Guð er með mér. Oft á ég erfitt með að samrýma það, sem við ber, gæzku hans. En í dag skil ég hann; ég fæ gripið það að einhverju leyti, að hann er með mér.“ 6 Fríkirkjan í Reykjavík


Fríkirkjan í Reykjavík

Year
2004
Language
Icelandic
Pages
32


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Fríkirkjan í Reykjavík
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8

Link to this page: (6) Page 6
http://baekur.is/bok/f4b3a6a4-737c-4f5c-8fd7-3a4f60be73d8/0/6

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.