loading/hleð
(16) Blaðsíða 10 (16) Blaðsíða 10
eöa nýlega, en oröasambandið sem haft var um refla Hólastóis 1374: "fomer Reflar goder," viröist jafnframt gefa til kynna aö forn refill hafi ekki þurft aö vera slitinn eöa talinn fánýtur. í heimildum var íjörutíu og sex sinnum getiö um ákveöna tölu refla; var oftast, eöa tuttugu og níu sinnum, nefndur einn, átta sinnum tveir, tvisvar þrír og i sjö skipti fjórir, en í þrettán heimildum var óákveöinn fjöldi refla. Tekiö var fram um lengd einstakra refla í ellefu tilvikum, og vom þeir frá sjö og upp í tuttugu og fjórar álnir. Auk þeirra var getiö um Qörutíu álna samanlagöa lengd tveggja refla og, aö því er helst má telja, um fimmtíu og tveggja álna lengd fjögurra,74 en þrisvar var skráö, þar af tvisvar á Hólum sem fyrr var nefnt og auk þess að Hofi í Vopnafiröi 1397, samanlögö lengd ótiigreinds fjölda refla, 232, 120 og 58 álnir. Tuttugu sinnum greindu heimildir frá staösetningu eöa notkun refla. Var þrisvar getiö um refla um alla kirkju, sjö sinnum um framkirkju, sjö sinnum um kór og í eitt skipti yfir altari. Algengast viröist aö tveir reflar hafi veriö í framkirkju, en það var nefnt fimm sinnum; þó var í einu tilviki aðeins einn refill, er sagður var ná um alla framkirkju nema yfir dyrum. Þrisvar var nefndur einn refill í kór, en jafnoft tveir eöa fleiri. Flestir reflar sem um getur frá þessu tímabili voru kirkjureflar, enda varöveittar heimildir þess eölis. Þó er í reflaeign Hólastóls um bæöi kirkju- og híbýlarefla aö ræöa, þar sem sérstaklega eru taldir tveir stórir stofureflar, er kynnu raunar að vera þeir hinir sömu og Lárentíus biskup gaf séra Agli 1331.” Ekki má heldur gleyma nýju stofureflunum í Skálholti um aldamótin 1400. Verögildi refla var nefnt fjórum sinnum, en af þeim var aöeins í eitt skipti sagt verö á stökum refli; var þaö fjögur mörk, þ. e. 32 aurar eöa 192 álnir. Aöeins ein heimild tilgreindi efni refils, línrefill, og líklega tvær frekar en ein gáfu vísbendingar um útlit: refill með myndum úr Karlamagnús sögu og annar ef til vill meö hringamunstrum. Reflar á 15. öld Þegar kemur fram á 15. öld fækkar mjög heimildum um refla. Af alls 269 fornbréfum, aðallega máldðgum, 101 úr Skálholts- og 168 úr Hólabiskupsdæmi, er getiö um refla í tólf, þar af í ellefu tilvikum úr því síðast talda.74 Af þessum heimildum eru 102 frá fyrri hluta aldarinnar, sautján úr Skálholts- og 85 úr Hólastifti, og er refla þar getið í einni heimild úr fyrra biskupsdæminu, en í fimm úr hinu síöara. Auk þessa er heimild um íslenska refla í Noregi. Engin þessara sjö heimilda er þó úr máldaga, heldur er hér um aö ræöa afhendingar, testamentisbréf, skiptabréf og skrár, og eru fjórar frá fyrsta tug aldarinnar, ein frá þriöja og tvær frá fimmta tugnum. Af 167 heimildum frá seinni hluta 15. aldar, 84 úr Skálholts- og 83 úr Hólabiskupsdæmi - en af þeim voru alls 142 máldagar77 - var refla getið í sex máldögum úr tíð Ólafs Rögnvaldssonar Hólabiskups (1460-1495); engra refla fannst getiö í Skálholtsbiskupsdæmi frá þessum tíma. í testamenti sínu áriö 1403 ánafnaöi séra Halldór Loftsson, sem meöal annars var prestur á Grund í Eyjafíröi og officialis, klaustrinu á Mööruvöllum "tuitugan Ræfil," annan slíkan "klaustri aa þueraa,” þ. e. Munkaþverá, og hinn þriöja, "þann ær hun kyss," Gyöu Salómonsdóttur, fylgikonu sinni.7* Mun Halldór hafa látist á því ári, í Svartadauða. Samkvæmt skjali árið 1406 um sálugjafarbréf Steinmóös Þorsteinssonar (d. líklega 1403”), prests meöal annars á Grenjaöarstaö frá 1391 til æviloka, Hólaráösmanns 1391-1392 eöa lengur og officialis 1399-1402, gaf hann Hóladómkirkju, ásamt mörgum dýrmætum gripum, "ræfil sem aa er nickulas saga med glitudum duk.'"” 10
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Blaðsíða 41
(48) Blaðsíða 42
(49) Blaðsíða 43
(50) Blaðsíða 44
(51) Blaðsíða 45
(52) Blaðsíða 46
(53) Blaðsíða 47
(54) Blaðsíða 48
(55) Blaðsíða 49
(56) Blaðsíða 50
(57) Blaðsíða 51
(58) Blaðsíða 52
(59) Blaðsíða 53
(60) Blaðsíða 54
(61) Blaðsíða 55
(62) Blaðsíða 56
(63) Blaðsíða 57
(64) Blaðsíða 58
(65) Blaðsíða 59
(66) Blaðsíða 60
(67) Blaðsíða 61
(68) Blaðsíða 62
(69) Blaðsíða 63
(70) Blaðsíða 64
(71) Kápa
(72) Kápa
(73) Kvarði
(74) Litaspjald


Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569

Ár
1991
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569
http://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 10
http://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.