loading/hleð
(25) Blaðsíða 19 (25) Blaðsíða 19
aö því meö hvaða aðferö reflar voru unnir eöa skreyttir. Geröir ýmissa annarra miöaldatextfla, trúlegast í vel flestum tilvikum útsaumsgeröir, eru tíundaöar meö oröunum glit, sprang og skoming í fornbréfum allt frá 14. öld, þeim hinum sömu bréfum og könnuö vom meö tilliti til refla, en hvergi örlar á tilsvarandi oröalagi varöandi refla, og þótt tekið sé fram sérstaklega í Gísla sögu Súrssonar, ritaöri um miöbik 13. aldar, aö í höfuölín, sem nefnt er í sömu málsgrein og refillinn góöi, sé ofiö glit af gulli, er enga tilsvarandi lýsingu þar aö finna á honum.’“ Á seinni hluta 15. aldar og fram til loka miöalda birtast nokkur tvímælalaus útsaumsheiti í íslenskum ritheimiIdum,”,, þeirra á meöal orðiö refilsaumur 1550, og eru þá tilgreind bæöi altarisklæöi og tjöld meö þeim saumi.1® Telur höfundur aö sú staöreynd að engar heimildir - aörar en Búalög - nefna gerð refla, gæti bent til aö hún hafi veriö svo sérstök og alkunn þegar þeir vom skráöir aö ekki væri talin þörf nánari útlistunar; þ. e. að ætla má aö meö orðinu refill hafi á miðöldum fyrst og fremst - ef ekki einvöröungu - veriö átt viö skrautleg langtjöld unnin meö refilsaumi. Þegar hins vegar, á seinni hluta miðalda, önnur klæöi meö þessum saumi áttu í hlut, einkum aö því er viröist altarisklæöi miöað viö varöveitta muni, hafi verið fariö að kenna saumgeröina viö reflana og nefna hana refilsaum, þótt ekki komi það orö fyrir í ritmáli fyrr en í lok miöalda.1* Fer og vart milli mála að tjöld þau sem skráö voru refilsaumuð á Hólum, bæði í kirkju og inni á staðnum í úttektinni 1550: "tiolld med refilsaum oþelud kring um allan kor," og "Refilsaumstialld eitt nytt. med vtlendskan lit yfer pallborde," og aftur meö líku móti í úttektinni 1569, hafi í raun veriö ígildi refla, en skráö meö þessum nýja hætti; munu þau enda hafa bæst stólnum í biskupstíö Jóns, eitt ef til vill síöar, því aö engin þeirra eru skráö í reikningum stólsins frá 1525. Hins vegar voru tvö gömlu stofutjöldin meö ull í fatabúri stólsins 1550 áreiöanlega þau sömu og skráð voru í stórustofu 1569 sem fomir slitnir afgamlir reflar, þ. e. í seinna skiptið var notaö um þau heitiö reflar eins og veriö haföi í úttektinni 1374.”° Fátt er beinna heimilda um útlit refla. Norrænu skrúöreflamir, sem skráöir voru í máldaga Hofskirkju í Vesturdal 1318, hafa vafalaust veriö sérlega vandaðir og skrautlegir svo sem áöur er aö vikið. Reflarnir tveir sem á voru sögur, svo notaö sé oröalag heimildanna um þá, á öömm saga Karls mikla Frakkakonungs í kirkjunni aö Hvammi í Laxárdal 1360-1389 eöa síðar, hinn meö Nikulás sögu ánafnaöur Hóladómkirkju samkvæmt skjali frá 1406, og sá þriöji, Marteinsrefillinn innanstokks aö Grenjaöarstaö einnig 1406, hafa efalítiö veriö meö útsaumuöum myndum af atburöum sagnanna.”' Svo kann einnig aö hafa verið um refilfáa, þ. e. refll með myndum, sem sagöur var í klausturkirkjunni á Reynistaö 1408,m en myndefnið var þar ekki tilgreint. Hringarefillinn sem nefndur var í máldaga Reynivallakirkju í Kjós 1352'” hefur aö líkindum veriö meö hringlaga munstrum, samanber orðin hringahökull sem dæmi er um frá 1488, og hringofinn sem víða kemur fyrir í íslenskum fornbréfum í tengslum viö textfla.1* Ööru máli kann aö gegna um reflana sem skráöir voru í viröingargerö frá Hlíöarenda 1521: refill meö þrettán hringum og refilsslitti sem í hafa verið tólf hringar, þar eö meö þeim var skráöur vöndur meö þrettán hringum.155 Af oröalaginu veröur ekki úr því skorið hvort um hafi veriö aö ræöa tjöld meö hringamunstrum eða meö hringum til upphengingar,1* hiö síöara veröur þó aö telja líklegra þar sem vendir voru miklum mun veröminni tjöld en reflar samkvæmt Búalögum, hver alin á eyri, og hafa tæplega veriö meö skrautlegum munstrum. Þótt einkennilegt kunni aö viröast aö getið hafl veriö sérstaklega um upphengingarhringi í skrá af þessu tagi er hugsanlegt aö þeir 19
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða [1]
(4) Blaðsíða [2]
(5) Blaðsíða [3]
(6) Blaðsíða [4]
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Blaðsíða 41
(48) Blaðsíða 42
(49) Blaðsíða 43
(50) Blaðsíða 44
(51) Blaðsíða 45
(52) Blaðsíða 46
(53) Blaðsíða 47
(54) Blaðsíða 48
(55) Blaðsíða 49
(56) Blaðsíða 50
(57) Blaðsíða 51
(58) Blaðsíða 52
(59) Blaðsíða 53
(60) Blaðsíða 54
(61) Blaðsíða 55
(62) Blaðsíða 56
(63) Blaðsíða 57
(64) Blaðsíða 58
(65) Blaðsíða 59
(66) Blaðsíða 60
(67) Blaðsíða 61
(68) Blaðsíða 62
(69) Blaðsíða 63
(70) Blaðsíða 64
(71) Kápa
(72) Kápa
(73) Kvarði
(74) Litaspjald


Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569

Ár
1991
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Reflar í íslenskum miðaldaheimildum fram til 1569
http://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 19
http://baekur.is/bok/f645427a-0071-4283-a791-99e78942448c/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.