loading/hleð
(93) Blaðsíða 87 (93) Blaðsíða 87
Líklega hefur ostum verið safnað í geymslur og þeir hafa að mestu eða eingöngu verið hafðir til neyslu innanlands á þjóðveldisöld en þetta breyttist á 14. öld, vegna aukinnar smjörgerðar að líkindum. Á 13. öld hafa etv. verið til ostfjöll á biskupsstólum og höfðingjasetrum, eins og smjörfjöll síðar. í Jóns sögu helga kemur fram að Hólastóll átti birgðir af osthleifum og að ostur var ætlaður gestum.1 En ostur var enginn veislukostur, mun ekki hafa þótt neinn herramannsmatur og má ætla að tigið fólk hafi fengið kost sem þótti skárri.2 Fá má hugmynd um það hversu mikill ostur átti að gjaldast í Odda árlega. Að vísu er óvíst að osthleifur hafi verið stöðluð stærð um 1200. Orðalag í máldögum Odda og Viðeyjarklausturs bendir til að þetta hafi ekki verið fastákveðin stærð. I Njálu er getið um sérstaka ostakistu (kap. 49) sem höfð var til að móta í ost og er líklegt að þeir sem innheimtu osttollinn fyrir Odda hafi beint tilmælum til bænda að staðla ostakistur sínar. Á 14. öld munu osthleifar hafa verið staðlaðir sem marka má af því að í máldaga Odda sem orðið hefur til einhvem tíma eftir 1270 en fyrir 1397, etv. árið 1332, segir: " Hver bónda sá sem býr milli Þjórsár og Jökulsár á Sólheimasandi á að lúka þangað fjórðung matar í osttoll, sá sem þingfararkaupi á að gegna. '3 Vigfús Guðmundsson benti á að osthleifur hefði samkvæmt þessu verið fjórðungur að þyngd, án þess þó að gera nánari grein fyrir því.4 En þótt hér standi "fjórðungur matar" en ekki "ostfjórðungur" í stað "osthleifur", virðist þetta vera rétt því að fjórðungur matar kostaði jafnmikið og ostfjórðungur. I elstu varðveittri gerð búalaga segir: "Fimm álnum ostafjórðungur og hafi þriggja daga þerri."5 Þar sem vætt "matar" var á 40 álnir, var fjórðungur matar, áttungur úr vætt, á fimm álnir, eins og ostfjórðungurinn.6 Osttollurinn var þá fimm álnir, hvort sem var ostfjórðungur eða annar matarfjórðungur (kjöt, mör, mjöl). Eins styður þessa skoðun um ostfjórðung að í bréfi frá um 1280 um osttoll í Viðey er kominn ostfjórðungur í stað osthleifsins sem nefndur er í elsta máldaganum.7 Vigfús Guðmundsson benti á að skattbændur hafi talist vera 268 á milli Jökulsár á Sólheimasandi og Þjórsár árið 1311.8 Skattbændur jafngiltu þingfararkaupsbændum og áttu þá að berast í þetta gjald til Odda árið 1311 alls 268 fjórðungar osts eða 1179 kg.9 Reyndar kemur fram í máldaganum sem árfærður er til 1332 að greiða átti mat í stað osts sem bendir til að máldaginn hafi orðið til eftir að smjör kom í stað osts að mestu leyti í afgjöldum og tollum. t. Bps I, bls. 247. 2. Fredrik Gr0n, Om kostholdet i Norge indtil aar 1500. [Ljóspr. Osló 1984], bls. 102. Skúli V. Guðjónsson, tilv. rit, bls. 202-3. 3. D1 II, bls. 691. 4. Vigfús Guðmundsson, tilv. rit, bls. 137. 5. Búalög (1915-33), gerðlIA, 1. 326-7 og IIC, 1. 132. 6. Ostfjórðungurinn kostaði reyndar sex álnir í Dölum árið 1308 (Dl III, bls. 8-9); verð búalaga verður að skoða sem vanabundið verð. 7. D11, bls. 496; II, bls. 195. Gera má ráð fyrir að í Odda og Viðey hafi verið til stöðluð tæki til að mæla fjórðung. Viðleitni til að staðla mál (og vog?) gætti í tíð Páls Jónssonar biskups (1195- 1211). Hér er miðað við að fjórðungur hafi verið 4,4 kg. 8. D1 II, bls. 374. 9. Vigfús Guðmundsson, tilv. rit, bls. 159. 87
(1) Band
(2) Band
(3) Saurblað
(4) Saurblað
(5) Kápa
(6) Kápa
(7) Blaðsíða 1
(8) Blaðsíða 2
(9) Blaðsíða 3
(10) Blaðsíða 4
(11) Blaðsíða 5
(12) Blaðsíða 6
(13) Blaðsíða 7
(14) Blaðsíða 8
(15) Blaðsíða 9
(16) Blaðsíða 10
(17) Blaðsíða 11
(18) Blaðsíða 12
(19) Blaðsíða 13
(20) Blaðsíða 14
(21) Blaðsíða 15
(22) Blaðsíða 16
(23) Blaðsíða 17
(24) Blaðsíða 18
(25) Blaðsíða 19
(26) Blaðsíða 20
(27) Blaðsíða 21
(28) Blaðsíða 22
(29) Blaðsíða 23
(30) Blaðsíða 24
(31) Blaðsíða 25
(32) Blaðsíða 26
(33) Blaðsíða 27
(34) Blaðsíða 28
(35) Blaðsíða 29
(36) Blaðsíða 30
(37) Blaðsíða 31
(38) Blaðsíða 32
(39) Blaðsíða 33
(40) Blaðsíða 34
(41) Blaðsíða 35
(42) Blaðsíða 36
(43) Blaðsíða 37
(44) Blaðsíða 38
(45) Blaðsíða 39
(46) Blaðsíða 40
(47) Blaðsíða 41
(48) Blaðsíða 42
(49) Blaðsíða 43
(50) Blaðsíða 44
(51) Blaðsíða 45
(52) Blaðsíða 46
(53) Blaðsíða 47
(54) Blaðsíða 48
(55) Blaðsíða 49
(56) Blaðsíða 50
(57) Blaðsíða 51
(58) Blaðsíða 52
(59) Blaðsíða 53
(60) Blaðsíða 54
(61) Blaðsíða 55
(62) Blaðsíða 56
(63) Blaðsíða 57
(64) Blaðsíða 58
(65) Blaðsíða 59
(66) Blaðsíða 60
(67) Blaðsíða 61
(68) Blaðsíða 62
(69) Blaðsíða 63
(70) Blaðsíða 64
(71) Blaðsíða 65
(72) Blaðsíða 66
(73) Blaðsíða 67
(74) Blaðsíða 68
(75) Blaðsíða 69
(76) Blaðsíða 70
(77) Blaðsíða 71
(78) Blaðsíða 72
(79) Blaðsíða 73
(80) Blaðsíða 74
(81) Blaðsíða 75
(82) Blaðsíða 76
(83) Blaðsíða 77
(84) Blaðsíða 78
(85) Blaðsíða 79
(86) Blaðsíða 80
(87) Blaðsíða 81
(88) Blaðsíða 82
(89) Blaðsíða 83
(90) Blaðsíða 84
(91) Blaðsíða 85
(92) Blaðsíða 86
(93) Blaðsíða 87
(94) Blaðsíða 88
(95) Blaðsíða 89
(96) Blaðsíða 90
(97) Blaðsíða 91
(98) Blaðsíða 92
(99) Blaðsíða 93
(100) Blaðsíða 94
(101) Blaðsíða 95
(102) Blaðsíða 96
(103) Blaðsíða 97
(104) Blaðsíða 98
(105) Blaðsíða 99
(106) Blaðsíða 100
(107) Blaðsíða 101
(108) Blaðsíða 102
(109) Blaðsíða 103
(110) Blaðsíða 104
(111) Blaðsíða 105
(112) Blaðsíða 106
(113) Blaðsíða 107
(114) Blaðsíða 108
(115) Blaðsíða 109
(116) Blaðsíða 110
(117) Blaðsíða 111
(118) Blaðsíða 112
(119) Blaðsíða 113
(120) Blaðsíða 114
(121) Blaðsíða 115
(122) Blaðsíða 116
(123) Blaðsíða 117
(124) Blaðsíða 118
(125) Blaðsíða 119
(126) Blaðsíða 120
(127) Blaðsíða 121
(128) Blaðsíða 122
(129) Blaðsíða 123
(130) Blaðsíða 124
(131) Blaðsíða 125
(132) Blaðsíða 126
(133) Blaðsíða 127
(134) Blaðsíða 128
(135) Blaðsíða 129
(136) Blaðsíða 130
(137) Blaðsíða 131
(138) Blaðsíða 132
(139) Blaðsíða 133
(140) Blaðsíða 134
(141) Blaðsíða 135
(142) Blaðsíða 136
(143) Blaðsíða 137
(144) Blaðsíða 138
(145) Blaðsíða 139
(146) Blaðsíða 140
(147) Blaðsíða 141
(148) Blaðsíða 142
(149) Blaðsíða 143
(150) Blaðsíða 144
(151) Blaðsíða 145
(152) Blaðsíða 146
(153) Blaðsíða 147
(154) Blaðsíða 148
(155) Blaðsíða 149
(156) Blaðsíða 150
(157) Blaðsíða 151
(158) Blaðsíða 152
(159) Blaðsíða 153
(160) Blaðsíða 154
(161) Blaðsíða 155
(162) Blaðsíða 156
(163) Blaðsíða 157
(164) Blaðsíða 158
(165) Blaðsíða 159
(166) Blaðsíða 160
(167) Blaðsíða 161
(168) Blaðsíða 162
(169) Blaðsíða 163
(170) Blaðsíða 164
(171) Blaðsíða 165
(172) Blaðsíða 166
(173) Blaðsíða [1]
(174) Blaðsíða [2]
(175) Kápa
(176) Kápa
(177) Saurblað
(178) Saurblað
(179) Band
(180) Band
(181) Kjölur
(182) Framsnið
(183) Kvarði
(184) Litaspjald


Gamlar götur og goðavald

Ár
1989
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
180


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Gamlar götur og goðavald
http://baekur.is/bok/f80d9a98-1bc6-464b-ae79-e87454b4431a

Tengja á þessa síðu: (93) Blaðsíða 87
http://baekur.is/bok/f80d9a98-1bc6-464b-ae79-e87454b4431a/0/93

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.