loading/hleð
(22) Blaðsíða 18 (22) Blaðsíða 18
18 voru, karlmannlega að verið, með þvi líka veg- urinn var býsna langur. Eitt sinn var það sem optar, er Ólafur var á fiskimiði í Akurnesingaleitum, langt undan landi, að veður fór vaxandi og sjórinn ókyrðist. Björn Teitsson var þú háseti hans og þótti of mikið dregið á skipið, í slíku veðri — því hann var fremur sjódeigur. Ólafur ljet enn draga nokkra fiska, en segir síðan Birni að draga stjórann, sem var, að venju, hans ætlunarverk. 5egar stjórinn er kominn undir borð, spyr Björn: Bhvar á að láta stjórann, formaður?“ „í sjóinn ef ekki er rúm í skipinu“, mælti Ólafur; „svo skal vera“, segir Björn, sker á hankann, og lætur stjórann falla í sijóinn. Ekki vandar Ó- lafur um þetta hið minnsta, en nú halda þeir til lands og ná ekki lendingu sinni. iþegar þeir voru landfastír, gengur Björn af skipi, og hraðar sjer sem mest hann getur úr sjóklæðum sínum, því hann var ekki ugglaus um, að eitt- hvaðmundi ískerast. En sein Ólafur sjer þetta, bregður hann við skjótt ogvill ekki verðaseinni. Og þegar hann er kominn að öllu leyti úr sjó- klæðum sínum, er Björn eigi kominn neina úr annari skálmirmi, og var sú mjög rifinn og með öllu ónýt, svo hafði hann flýtt sjer mikið, en orðið ærið stirðhendtur. Björn hætti þá, og mælti 3 hálfurn hljóðum: njeg held jeg hafi ætlað að flýta mjer nóg*. „Já“! sagði Ólafur, ,en flas


Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.

Höfundur
Ár
1854
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d

Tengja á þessa síðu: (22) Blaðsíða 18
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d/0/22

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.