loading/hleð
(27) Blaðsíða 23 (27) Blaðsíða 23
‘23 sönm leið; maðurinn seildist ofan í vasa á yfirhöfn sinni til að ná í horn, er hann geymdi brennivín í; manninum geklt illa að ná því, enda var hann býsna ölvaður; J)á mælti Olafur: „þau eru vön að vera ofar“. Opt kom það, eins og nærri má geta, að góðu haldi, að Ieita til Olafs og spyrja hann ráða um eitt og annað. Einu sinni kom maður til hans, cr nýbúinn var að láta smíða handa sjer skip og ætlaði að verða formaður fyrir sjálfur. Maðurinn segir honum frá, að kaupmaður nokkur hafi boðið sjer tólf spesíur í leigu fyrir sig og skipið, ef hann færi með J>að, en kaupmaður kosti útgjörð og taki allan ágóða. „Hvort á jegnúheldur að gjöra“, segir hann, „að þyggja þotta boð, cður kosta útgjörðina sjálíúr og reyna svo að hafa hagnað á því“. Ólafur svaratf: „jeg cr ætíð vanur að treysta betur guði en mönnum“. Maðurinn hlýddi þessu, gjörði sjálfur út skipið og tókst honum þetta svo heppilega, að hann gat borgað af aflanum, það sem hann var skuldugur fyrir skipið. Sýslumaður nokkur sagði við Ólaf á þfngi, að það væri meining sín, að hann ætti peninga og þeir ættu að tiundast. Ólafur kvað það inundi rjett mælt, en gjörði lít- ið úr peningaeign sinni. Meðreiðarmaður sýslumannsins gall þá við sagði: „það er sjaldan hátt skóhljóðið þeirra“. Ólafur mælti: „rjett segir þú, drengur minn! þeir kunna það, sem aðrir hafa ekki vit á, en það er: að þegja“. Maður nokkur, sem var við góð cfni, þótti fara undar- lega að ráði sínu; hann brá búi frá góðri jörðu, í byrjun túnasláttar og gjörðist tómthúsmaður við sjó, með fjenaði sínum. Ólafur var eitt sinn spurður að, hvað munninum myndi ganga til að gjöra þetta, sem öllum sýndist hin mesta ráðleysa; hann svarar: „Honum þykir þessi leiðin skemmst á húsganginn“. Vera má, að til sjeu enn þá í kunnugra manna minn- um ýms orð og atvik og smásögur eptir Ólaf Pjetursson,


Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.

Höfundur
Ár
1854
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Æfiminning Ólafs Pjeturssonar dannebrogsmanns.
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 23
http://baekur.is/bok/fcf1cb49-45d3-4dd3-a6da-bede40bb9d4d/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.