loading/hleð
(7) Page 5 (7) Page 5
5 hjá þeim verður ekki komist, nema að breytt sje að fullu um framleiðsluaðferð. Það nægir ekki að prjedika verkamanna- samtök og samvinnu í kaupskap. Þau eru aðeins meðöl, sem ekki fela í sér neina al- gerða bót. Smáborgaraleg samvinnustefna, eins og hún er rekin hjer, og viða annars- staðar, er í raun réttri alsendis máttlaus gagnvart stjórnendum framleiðslutækjanna; hún gengur ekki inn á verksvið þeirra, en heldur sjer að eins að þvi, að fækka »milli- liðunum«, sem hún rjettilega nefnir heild- salana. Hún sparar að meðaltali 1—2 óþarfa milliliði milli framleiðendanna og neytenda og dregur þarmeð nokkur °/o af útsölu- verði vörunnar. Þarmeð er líka alt búið, því sú hliðin, sem út snýr, o: útflutnings- deildirnar eru aðeins samtök smærri fram- leiðenda um að útvega góðan markað (o: hærra verð) fyrir landbúnaðarafurðir þær, sem viðkomandi fjelagar hafa á boðstólum. Samvinnumenn hafa reynt að fara út fyrir þessi takmörk, en bæði er að það hefir verið i smærri stíl og auk þess hepnast misjafnlega. Kaupfjelög verkamanna hafa eina sögu- lega þýðingu. Þau eru meðöl, sem verka- menn nota sjer, en fela ekki frekar en hin


Ávarp til ungra alþýðumanna

Year
1923
Language
Icelandic
Pages
16


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Ávarp til ungra alþýðumanna
http://baekur.is/bok/fe1acbdc-9b8f-4555-a5aa-115d92a9c53c

Link to this page: (7) Page 5
http://baekur.is/bok/fe1acbdc-9b8f-4555-a5aa-115d92a9c53c/0/7

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.