
(8) Blaðsíða 6
6
smáborgaralegu kaupfjelög bænda eöa sam-
tök embættismanna, í sjer neinn tilgang til
breytingar á stjórn framleiðslunnar.*) Þau
eru varnarsamtök gegn okri og eru því
mikilsverð, ef þeim er stjórnað af þeim
mönnum, sem kunna að ota þeim fram
gegn samtökum kaupmanna um vöruverð.
Svipuðu máli er að gegna um verkamanna-
eða iðnfjelög (Trade-Unions, Gewerk-
schaften). Þau eru með tvennu móti, aktiv
(virk) eða passiv (óvirk).
Passiv (óvirk) eða hlutlaus má nefna þau
verkamannafjelög, sem aðeins byggja á
hinum smáborgaralega hugsunarhætti, að
draga sjer sem mest án þess að hrófla við
kapitalistiska kerfinu. Þau gera ekki ráð
tyrir neinni breytingu, eru jafnvel stundum
undir áhrifum einhvers sjerstaks trúar-
bragðaflokks, t. d. kristileg** verkamanna-
og iðnfjelög. Slik fjelög eru oft varnarsam-
tök, en oftastnær eru þau stofnuð til að
girða fyrir að verkamenn komist undir
bein áhrif þeirra manna, sem gagnrýna
skipun þjóðfélagsins. Óbreytt eru þau skað-
leg verkamönnum, því þar er reynt að bola
') Hjer er vitanlega átt við framleiðslu i stórum stií, svó
sem stóriðnað, a íslandi fiskiveiðar og annað skj’lt.
**) Pekkjast raunar ekki hjer.