Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940


Höfundur:
Páll Eggert Ólason 1883-1949

Útgefandi:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948

á leitum.is Textaleit

6 bindi
492 blaðsíður
Skrár
PDF (461,1 KB)
JPG (398,4 KB)
TXT (2,7 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


202
ast í Húsavík og kona hans
Steinunn dóttir Skipa-Bergs
Snorrasonar. F. í Stærra Ár-
skógi. í Lbs. eru kvæði eftir
hana (Hansríma). Maður:
Sveinn bóndi í Vatnsdalsgerði
í Vopnafirði Jónsson á Þor-
valdsstöðum á Tjörnesi, Árna-
sonar. Börn þeirra: Jakob, Pét-
ur ókv. og bl., Valdimar að Rauð-
hólum, Skafti í Nóatúni í Seyð-
isfirði, Katrín átti fyrst Bene-
dikt Sigurðsson og síðar Jósías
Rafnsson á Kaldbak á Tjörnesi,
Anna giftist ekki, Sigríður átti
Olsen, norskan skipstjóra, bl.
(Ýmsar heimildir; BrSv.).
Björg (Karítas) Þorláksson
(30. jan. 1874—25. febr. 1934).
Rithöfundur. Foreldrar: Þorlák-
ur hreppstjóri Þorláksson að
Veturhópshólum og kona hans
Margrét Jónsdóttir prests að
Undornfelli, Eiríkssonar. Stund-
aði bóknám í Kh. og lauk stúd-
entsprófi 1901 (utanskóla) frá
Lyceum í Kh., með 1. einkunn
(84 st), heimspekipróf 1902 sst.,
með 1. eink. Varð Dr. í Parísar-
háskóla 1926. Hafði áður notið
styrks úr sjóði Hannesar Árna-
sonar til framhaldsnáms í heim-
speki. Átti mikinn þátt í hinni
íslenzk-dönsku orðabók manns
síns. Ritstörf: Kvindevalgret-
tens Sejr paa Isl. o.fl. í Kvinden
og Samfundet, Kh. 1915, Er-
indi um menntamál kvenna, Rv.
1925; Le fondement physiolog-
ique des instincts des systémes
nutritif etc, Paris 1926; Svefn
og draumar, Rv. 1926—8; Leik-
ur lífsins, Rv. 1927; Mataræði
og þjóðþrif, Rv. 1930; Daglegar
máltíðir, Rv. 1933; Ljóðmæli,
Rv. 1934. Þýð.: Chr. Jiirgensen
Matur og drykkur, Rv. 1906—8
C. F. Heerfordt: Um fyrirkomu
lagið o. s. frv., Kh. 1915; Sami
Um það, hvort norrænt varnar-
samband sé tímabært, Kh. 1915
S. Lagerlöf: Jerusalem, Rv.
1915—16; J. Skjoldborg: Ný
kynslóð, Rv. 1918; J. Bojer:
Innsta þráin, Kh. 1918; Sami
Ástaraugun, Rv. 1919; Þorv
Thoroddsen: Island, Kh. 1919
M. C. Stopes: Hjónaástir, Rv.
1928. Andaðist í Kh. Maður
(1903): Dr. Sigfús Blöndal; þau
slitu samvistir, bl. (Óðinn
XVHI; o.fl.).
Björgólfur lllugason (14. og
15. öld). Prestur. Faðir (líkl.):
Illugi Þorsteinsson prests skarð-
steins, Illugasonar. Er orðinn
prestur í Hvammi í Laxárdal
eigi síðar en 1386, að Hrafna-
gili 1389, varð ráðsmaður í
Reynistaðarklaustri eftir 1394
og til 1408; enn á lífi 1413.
Börn hans Illugi, Guðmundur,
Þorkell vellingur, Steinunn
(Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).
Björgólfur Jónsson (um 1679,
enn á lífi 1729). Bóndi. Foreldr-
ar: Jón Vigfússon í Teigi í
Fljótshlíð og kona hans Maren
Jónsdóttir prests í Butru, Bergs-
sonar. Var í Hólaskóla veturinn
1700—1, en óvíst, hvort hann
varð stúdent. Síðar var hann í
Teigi hjá föður sínum og bjó
þar 1712. Komst þar í málaferli
af vistferli vinnukonu sinnar og
var dæmdur í sekt. En eftir 1723