Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940


Höfundur:
Páll Eggert Ólason 1883-1949

Útgefandi:
Hið íslenzka bókmenntafélag, 1948

á leitum.is Textaleit

6 bindi
492 blaðsíður
Skrár
PDF (444,8 KB)
JPG (394,2 KB)
TXT (2,5 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


290
konungs): Jökull, og er hann í
þættinum talinn haf a orðið kon-
ungur í Serklandi.
Búi Jónsson (2. maí 1804—26.
febr. 1848). Prestur. Foreldrar:
Jón (d. 15. febr. 1846, 83 ára)
Gíslason í Hvalgröfum og Hnúki
á Skarðsströnd og kona hans
Helga (d. 25. apr. 1821, 49 ára)
Búadóttir, Þorvarðssonar. Var
fóstraður af síra Jóni Magnús-
syni, síðast í Hvammi í Norður-
árdal. Nam fyrst skólalærdóm
hjá síra Eggert Jónssyni að
Ballará, síðan síra Þorleifi að-
stoðarpresti Jónssyni í Hvammi,
tekinn í Bessastaðaskóla 1823,
stúdent þaðan 1829, með mjög
góðum vitnisburði. Var síðan
fyrst að Stórólfshvoli hjá síra
Sigurði Thorarensen og kenndi
börnum, því næst um tíma skrif-
ari hjá Bonnesen sýslumanni á
Velli, vígðist 3. okt. 1830 aðstoð-
arprestur síra Jóns Magnússon-
ar í Hvammi í Norðurárdal;
kenndi hann þar undir skóla
Magnúsi, syni hans, er síðar
varð prestur. Bjó um hríð í
Hjarðarholti í Stafholtstungum,
fekk Prestbakka í Strandasýslu
23. apr. 1836, en hélt búi sínu í
Hjarðarholti til vors 1837. Var
prófastur í Strandasýslu frá
1837 (settur þá, en skipaður
1839) til dauðadags. Hann var
maður mjög vel að sér, enda
kenndi hann mörgum skólanám,
gáfaður, andríkur kennimaður,
skemmtinn og gamansamur (sjá
sendibréf hans í Lbs.), skáld-
mæltur vel (sjá og Lbs. og
Norðanfari XIX). Meðan hann
lá banaleguna, samdi hann ræðu
þá, er hann hugðist að halda á
nýársdag, en entist eigi til; var
hún prentuð síðar. Kona (27.
júní 1834): Solveig (d. 1863, og
var hún 18 árum eldri en hann)
í Hjarðarholti Bjarnadóttir
prests að Mælifelli, Jónssonar
(hún var ekkja Einars Þórðar-
sonar í Hjarðarholti, d. 20. ág.
1833, og voru 3 synir þeirra);
þau síra Búi bl. (Bessastsk.;
Vitæ ord. 1830; SGrBf.; HÞ.).
Böðmóður (9. og 10. öld).
Landnámsmaður í Böðmóðs-
tungu á Síðu. Ætt ekki rakin.
Sonur hans: Ólafur (Óleifur) í
Holti (Landn.).
Böðólfur Grímsson (9. og 10.
öld). Landnámsmaður á Tjör-
nesi. Faðir: Grímur Grímólfs-
son af ögðum (bróðir Böð-
móðs). Kona 1: Þórunn Þór-
ólfsdóttir fróða. Sonur þeirra:
Skeggi. Kona 2: Þorbjörg
hólmasól Helgadóttir magra,
Eyvindssonar. Dóttir þeirra:
Þorgerður átti Ásmund Öndótts-
son (Landn.).
Böðvar balti, skáld (12. öld).
Ókunnur að öðru en því, að
varðveitzt hefir eftir hann brot
úr Sigurðardrápu munns
(Mork.).
Böðvar Bjarkan (12. nóv.
1879—13. nóv. 1938). Málflm.
Foreldrar: Jón Ólafsson á
Sveinsstöðum og kona hans Þor-
björg Kristmundsdóttir að Kolu-
gili, Guðmundssonar. Tekinn í
Reykjavíkurskóla 1895, stúdent
1901, með 1. einkunn (90 st).
Stundaði læknisfræði í háskól-