Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (491,2 KB)
JPG (431,4 KB)
TXT (2,9 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


Formáli íyrstn. útgáíu
Menn geta kent eða þakkað, eptir því sem virt er, Einari yíirdómsmál
færslumanni Benediktssyni það, að sagnasafn þetta er komið á prent. Hann fór
þess á leit við mig undir árslok 1898, að eg gæfi út með honum íslenzkt
þjóðsagnasafn, er Sigfús Eymundsson kostaði, og hleypti eg mér út í það,
þó að mér þætti undirbúningsfresturinn stuttur, því að ráðgert var að byrja
prentun með nýjári 1899. — En fráganginn á safninu er óhætt að kenna
mér, því að ýms atvik hafa legið að þvi, að eg hefi búið það einn alt undir
prentun og annast á því prófarkalestur. Þó get eg þess, að Einar hefir
hlaupið undir bagga með mér í því, að hann hefir látið skrifa upp úr hand-
ritum nær tuttugu af sögum þeim, er nú standa hér í safninu. Ennfremur
er þess getandi, að það er eptir samráði okkar allra, mín, Einars og kostn-
aðarmanns, að eingin flokkaröðun er á sögum hér í bókinni, svo sem er
í sagnasafni Jóns Árnasonar og Ólafs Davíðssonar. Þótti okkur sem það
mundi gera bókina skemtilegri til lesturs og fjölbreytilegri, að efni sagn-
anna skiptist sem optast á, heldur en t. d. að hver álfasagan, draugasagan
o. s. frv. ræki aðra í lotu. Ekki hefir heldur þótt ástæða til þess að láta bók-
inni fylgja flokka yfirlit. Það hefði að vísu verið ofboð auðvelt, en hins veg-
ar til lítils gagns, því að bæði ganga menn varla graflandi að því, hvers efnis
sögurnar eru, þegar þeir lesa þær, og svo er hálfgert í ráði að láta koma út
annað bindi síðar sem áframhald af þessu, og hafa þá með því nærfærið
registur yfir alt safnið, enda er registur það eina, sem gagnar nokkuð til
hlítar i þeim efnum.
Þó að eg hafi reyndar safnað öllu efni í þessa bók eins og hún er nú, hefi
eg þó ekki kunnað við að setja á titilblaðið, að sögunum sé safnað af mér,
af því að rúmur helmingur bókarinnar er tekinn á við og dreif úr óprent-
uðum Þjóðsagnasöfnum Jóns Árnasonar, nú í Landsbókasafni, sem hann
hefir safnað úr ýmsum áttum. Annað hefi eg tekið eptir ýmsum heimild-
um, bæði úr handritum, sem eru í mínum fórum, og eins feingið sögur frá
ýmsum, sem nóglega sézt í sjálfri bókinni, því að við hverja sögu er heim-
ildanna vandlega getið. Neðanmálsgreinar allar hefi eg gert, sé ekki ann-
ars getið, nema við CCXXXVI. sögu,1) sem Páll skólapiltur Sveinsson hefir
að mestu afskrifað fyrir mig eptir handritinu; þær athugasemdír eru flest-
ar eptir sögumann sjálfan (Þ. Þ.)
Það hefir verið leitazt við að hafa efnið sem fjölbreyttast í bókinni, en
forðast þó að taka nokkuð, sem áður væri prentað í þjóðsögum Jóns Arna-
sonar, Ólafs Davíðssonar eða Huld, nema því að eins, að nokkuð væri fram-
ar f eða á annan veg. Því hefir og verið fram farið að breyta ekki stýl hjá
sögumönnum, nema brýna nauðsyn bæri til, og svo er um frásögn margra,
svo sem Gisla Konráðssonar, séra Friðriks Eggerz, Páls Vidalíns, séra Sig-
urðar Gunnarssonar, Runólfs í Vik (d. 1881), Brynjólfs frá Minnanúpi, séra
1) Frá Þorvaldi skáldi Rögnvaldssyni á Sauðanesi.