Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (471,8 KB)
JPG (426,3 KB)
TXT (2,3 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


125
var Nikulás slæmur fyrir brjósti jafnan síðan og þorði aldrei að
hefna sín á honum, því hann bar ótta fyrir karlmennsku hans og
liugrekki og leitaðist þegar við að ná vináttu hans, og urðu þeir
að lyktum góðir vinir, sem hélzt meðan sýslumaður lifði.
Það er og sögn nokkurra gamalla manna undir Eyjafjöllum,
að stuldarmál Bjargar hefði komið til umræðu á alþingi, en þar
og enginn dómur verið uppkveðinn í málinu fremur en í héraði.
En sú ályktun hefði verið gerð af höfðingjum, — en þó óvíst,
hvort nokkuð var fært til bókar, — að Björg skyldi ekki flengjast,
°g var það gert vegna ættgöfgi hennar,111 en samt skyldi hún
brennimerkjast, svo allir gæti varað sig á henni. En hvort brenni-
mark þetta var nokkurn tíma sett á hana, vitum vér ekki. Þessi
ah/ktun átti að vera gerð sama dag ári fyrr en Nikulás sýslumaður
setti sig í gjána. En sumir segja, að það hafi verið gert sama dag-
mn og sama árið sem (hann drekkti sér).
Nú hefur Páll í Árkvörn sagt frá þessari sögu hingað að, og
samsinnir Jón í Steinum því, að sending Bjargar hafi ekki þorað
að Kjartani, ,,en fylgdi Sveini ávallt, en fór þó ekki að honum."
Vildi Sveinn þá losna við þann ófögnuð, og segir Steina-Jón frá
því á þessa leið: „Á alþingi hitti Sveinn einn Vestfirðing og bað
hann liðs. Sveini hafði einhvern veginn hlotnazt hestur úr eigu
Bjargar. Þeim hinum sama reið hann nú til alþingis. Vestfirðing-
urinn sagðist skyldu sjá til, að sendingin fylgdi hestinum, ef hann
hrygði ekki af ráði sínu. Hann sagði Sveinn skyldi hafa tilbúna
gröf heima hjá sér og hrinda hestinum í hana með öllum sínum
oúnaði og kviksetja hann þar. Sveinn spretti af hestinum og dró
undan honum áður en hann hratt hestinum ofan í. Sendingin hætti
raunar að gera honum mein, en það var eins og óhamingja fylgdi
Sveini og niðjum hans með geðveiki og þess konar mæðu, og það
erm í dag, nema Þórunni dóttur hans og hennar niðjum. Segja
rnenn þar til þá orsök: Sama árið, sem sendingin var komin og
fylgdi Sveini og fólki hans, fæddist Þórunn (fædd 1735-36),112
°g var honum ráðlagt að láta skíra hana milli pistils og guð-
sP.jalIs. Var hún yngst barna hans."
Landsbókasafn 536, 4to með hendi Páls alþingisraanns Sigurðssonar í Ár-
kvörn. Ágrip af sögu þessari er og hjá Jóni Sigurðssyni í Steinum í Landsbóka-
safni 421, 8vo skr. 1862-64.