Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (419,1 KB)
JPG (355,6 KB)
TXT (1,9 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


139
þeirra. Þó má sjá, að þau hafa átt eina dóttur væna, sem einhverj-
um piltinum hefur litizt heldur vel á og beðið hennar, eins og
segir í bögunni:
Hrópa ég hátt í helli inn,
heyrðu til mín, Skrúðsbóndinn!
göfugustu gullhlaðs lín,
giftu mér hana dóttur þín.1-0
En eigi er frá því sagt, hvort maðurinn hafi fengið dóttur Skrúðs-
bóndans eða ekki.
Landsbókasafn 537, 4to, sem er ritað milli 1860—70. Ennfremur eftir sögn
Jóns ritstjóra Ólafssonar (1899) og Valdimars ritstjóra Ásmundssonar. Sbr. Þjóð-
sögur Jóns Árnasonar I, 196-197.
Homttstaðir.
A fyrri tíðum bjuggu tvær systur í Tungu í Skutulsfirði. Önnur
þeirra hét Þuríður, en hin Horna. Það fór fyrir þeim eins og
máltækið segir: þeim verður að sinnast, sem saman búa. Því vegna
osamlyndis þeirra í millum byggði Horna sér bæ uppi á túninu
°g gerði garð yfir þvert túnið til að skipta því á milli þeirra
systra. En Þuríður var ekki ánægð yfir systur sinni og vildi ekki
bafa hana svo nábýla sér og hætti ekki fyrr með ójöfnuð sinn en
Horna hlaut að víkja fyrir henni. Byggði hún sér þá bæ fram á
Tungudal, sem kallaður var Hornustaðir. Á hefur runnið ofan
111 eð túninu, sem ber nafn af bænum. Enn í dag sjást augljós
merki til Hornustaða. Þar hefur verið fallegt bæjarstæði, enda er
auðséð, að þar hafa verið stór húsakynni og garður umhverfis túnið.
^egar Þuríður veit, að systur sinni líður vel og hún er búin að koma
UPP aftur reisu(le)gum bæ, kemur henni einu sinni til hugar að
'ara að heimsækja Hornu, en í hvaða tilgangi það hefur verið, sýnir
fylgjandi saga.
Það var vani Þuríðar að reka pening sinn í landareign Hornu, en
hún vísaði honum ætíð með stillingu frá sér aftur, því hún vildi
'osa sig við stórmennsku systur sinnar. Að þessu sinni sem oftar
Var hún að vísa skepnum Þuríðar heim á leið til Tungu og var
k°min ofan fyrir Hornustaði, þegar Þuríður kemur í flasið á henni.
^ær mætast þar á dálitlu holti í mýrunum. Þarna lenti þeim sam-