Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (473,0 KB)
JPG (415,3 KB)
TXT (2,5 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


151
ann á brekkum þessum í dalnum sjálfum niður af Hólmavatnskarði
liggur Flykkistjörn, í mýrarsundi einu mjög blautu. Yfir tjörn þessa
má aldrei ganga á ísi á vetrum, því ís er þar jafnan ótraustur, og
leggur Flykkistjörn oftast seint og illa, og er sú orsök að því, sem
bér segir:
Einhvern tíma fyrir löngu bjó bóndi nokkur á Brekku í Norð-
urárdal,129 og var kynjaður úr Þverárhlíð sunnan. Það var eitt sinn,
að bóndi tók sótt, er hann fann, að sig mundi leiða til bana, og bað
þess, að hann yrði færður suður að Höfða í Þverárhlíð og jarðaður
þar að bænhúsi, er þar stóð, því nokkrir frændur hans höfðu þar
áður jarðaðir verið. Bóndi tiltók, hverjir líkmenn skyldu vera, og tók
þeim vara fyrir að fara yfir tjarnir eða vötn á hálsinum, þótt ís
væri á, en eigi bannaði hann þeim að fara með sig yfir Norðurá,
og kvað það ekki mundu til saka, þótt svo væri gert. Litlu síðar
andaðist bóndi, og þá er jarðarför var ákveðin, voru öll vötn á ísi
°g svo Norðurá, en illt var veður og frost mikið, og fengust nú ei
allir þeir, er bóndi hafði tilnefnda, að fylgja líki hans, því sumir
máttu þá ei yfirgefa heimili sín. Var þá leitað til annarra, er til
þóttu færir, og fóru þeir 19 saman suður yfir Norðurá og þaðan
yfir Karlsháls. En er komið var að Flykkistjörn, vildu sumir fara
tjörnina, en sumir vildi fara fyrir sunnan hana, og var það nokkuð
afleiðis, en ekki varð farið fyrir norðan tjörnina sakir harðfennis
1 brekkunum, er að henni liggja á þann veg. Þótti því flestum ráð,
að tjörnin væri farin, og hugðu ekki mundi saka, þótt breytt væri
af boðum bónda, og fóru þennan veg allir, nema einn, er hljóp
suður fyrir enda tjarnarinnar, og sá hann það til hinna, að þá er
þeir koma á miðja tjörnina, brast ísinn undan fótum þeim, og þeg-
ar sökk líkfylgdin með öllu, og fórst þar hvert mannsbarn, og hafa
hkamir þeirra manna aldrei síðan fundizt. Þótti þetta undur mikið
°g eigi einleikið og þótti mest orsakast af því, að þetta var gert að
°vilja bónda. Eftir drukknun þessara manna þóttust ýmsir, er áttu
leið um Karlsdal, verða þess varir, að ekki væri allt með felldu, og
að ekki væri hollt að vera seint á ferð nálægt Flykkistjörn. Svo er
sagt, að tveir menn fóru suður yfir Karlsháls um kvöld litlu eftir þetta
°g ætluðu suður að Höfða, og er þeir koma suður fyrir Flykkistjörn,
sJa þeir fara eftir sér mannflokk mikinn og stefndi suður með brekk-
unni. Þeir hertu förina sem mest þeir máttu undan og komust upp
a brekkurnar og sáu þá, að fólk þetta sneri aftur, og var líkkista