Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (466,3 KB)
JPG (381,5 KB)
TXT (2,1 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


186
HraÍMiar.
Bóndi var á Þrastarhóli, er gaf hrafni, sem hafði lapparbrotnað,
og varð krummi svo spakur, að hann tók við af honum. Eitt sinn
ætlaði bóndi að ríða á, sem var mjög vatnsmikil af leysingum. Reið
hann að vanavaðinu, en þar kom þá krummi og krunkaði jargan-
lega og flaug ýmist ofan með ánni spotta eða til baka til bónda, og
leiddist bóndi svo til að fara ofan með ánni, þar til hann kom að
ferju, og fór hann yfir um á henni. En hrafninn flaug í brott. Hafði
bóndi það fyrir satt, að nema hann hefði valið að fara á ferjunni,
mundi hann hafa farizt í ánni á vaðinu, svo var hún vatnsmikil.
Það hafa menn oft séð, þá er hrafnar halda samkomur sínar á
haustin, að þeir rífa einn í sundur, sem stendur á stöku, en þegar
þeir skilja af þeim fundi, fara tveir og tveir í hvern stað, setjast
saman og krunka og fljúga heim til bæja, svo að ávallt verða tveir
á hverjum bæ á veturna171, en á stórbæjum verða oftast fjórir. Menn
þykjast líka hafa eftir því tekið, að þar sem ekkill eða ekkja eru á
bæ hjá hjónum, þar verði þrír hrafnar á vetrum.
Eftir handriti séra Friðriks Eggerz 1852.
Gríiiiur hóndi.
Fyrsti mennskur maður, sem byggði Grímsey, hét Grímur. Lenti
hann skipi sínu í vík þeirri, sem syðst er á eyjunni, og byggði sér
þar bæ upp undan. Kallaði hann víkina og bæinn Grenivík. Þegar
Grímur kom til eyjarinnar, byggðu hana bergþursar, tröll og aðr-
ir óvættir. Eyddi Grímur þeim og stökkti á burt með fulltingi goða
sinna, svo hvergi áttu þau sér vært nema í Eyjafætinum,173 en
það er nyrzti tangi eyjarinnar. Grímur var trúmaður og reisti
hof mikið og veglegt á hól einum þar á bjargbrúninni skamrnt
fyrir sunnan bæinn. Helgaði hann hofið goðum tveim, líklegast
þeim máttkustu, Þór og Óðni. Kolbeinn hét bróðir Gríms. Hann
flúði úr landi, og í þeirri för kom hann við hjá Grími. Tók Grím-
ur honum með miklum virktum og sýndi honum hof sitt og
spurði, hvernig honum litizt á. Kolbeinn lét vel yfir, „en vara
máttu þig á, að það verði ekki of stöpulhátt í vestanveðrunum.'
„Já, varaðu skip þitt, að það verði ekki of kjalstutt í Sköru-
víkurröst,"173 svaraði Grímur, og skilja þeir svo í hálfstyttingi-