Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (468,1 KB)
JPG (418,8 KB)
TXT (2,5 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


251
hvort hún vilji heldur koma með sér eða deyja þar um nóttina. Hún
segist heldur vilja deyja. Þá tekur risinn til axar, sem hann hafði,
og hjó undan konungsdóttur báða fætur og hafði heim með sér.
Ingibjörg bar sig aumlega og kallaði á þernuna, en hún kom ekki.
Nú líður um stund. Þá sér Ingibjörg, að kisa systir hennar fer þar
skammt frá og dregur kerru í róunni. Hún kallar til hennar og
segir: „Hjálpaðu mér nú, kisa systir!" „Þú vildir ekki áður heita
systir mín, og mun ég nú eigi hjálpa þér." „Æ! hjálpaðu mér,
systir mín," segir Ingibjörg. Það verður um síðir, að kisa kemur
til hennar og segir henni að brölta upp á kerruna. Það gerir Ingi-
björg, og ekur kisa henni að kofa í skóginum. Þar ekur hún kerrunni
inn að rúmi einu, er þar stóð. Þá segir kisa: „Skríddu nú upp í rúm-
ið!" Það gerir Ingibjörg. Þá færir kisa henni mat og hleypur síðan
út. Skömmu síðar kemur kisa með lífgrös og leggur við stúfana.
Dró þá úr allan sviða. Þar var salttunna í horninu á kofanum. Þang-
að hleypur kisa og veltir henni upp á kerruna og ekur út. Hún ek-
ur lengi eftir skóginum, unz hún kemur að helli. Þar ekur hún
kerrunni upp á eldhúsglugga og lítur inn. Sér hún, að þar situr
jötunn við eld og hjá honum mikil skessa. Þar voru og tvö börn
þeirra, strákur og stelpa. Kisa heyrir, að kerling segir: „Hvað fórst
þú út á skóg í dag, karl minn?" „Fór ég og fann Ingibjörgu kóngs-
dóttur," segir hann, „og bauð ég henni heim með mér, en hún vildi
ekki." „Hvað gerðirðu henni þá?" „Ég hjó undan henni báða fæt-
ur." „Hvað viltu með þá?" „Ég lagði við þá lífgrös til morguns. Þá
ber ég þá aftur til Ingibjargar, og ef hún tórir, býð ég henni að græða
við fæturna, ef hún vill fara með mér. Vilji hún það þá ekki held-
ur, vinn ég á henni, svo hún þurfi ekki meira." Meðan karl talaði
um þetta, opnaði kisa salttunnuna og sáði saltinu inn um glugg-
ann og niður í grautarpott, sem var á eldinum. Karl tekur enn til
máls: „Mun ei grauturinn soðinn, kella mín?" „Bráðum mun það,"
segir hún og tekur að smakka. Þótti henni grauturinn þá svo góð-
ur, að hana furðaði og býður karli sínum. Hann smakkaði og sagði:
..Svo góðan graut hefur þú aldrei soðið, og skulum við taka til að
snæða." Á meðan sáði kisa öllu úr tunnunni í ketilinn, en þau karl
°g krakkar þeirra tóku að eta grautinn, og furðaði öll, hversu
smekksætur hann var. Þau hættu ei fyrr en þau höfðu étið allt
uPp. Að stuttri stund liðinni, segir karl við strák sinn: „Mig þyrstir,
sæktu mér að drekka!" „Farðu sjálfur," segir strákurinn. „Sæk