Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (480,6 KB)
JPG (403,6 KB)
TXT (2,3 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


254
Þá var Páll sonur Páls klausturhaldara nýlega kominn út og var
heima með foreldrum sínum á Elliðavatni. Hið mesta vinfengi var
með honum og Otta. Það var eitt sinn seint um kvöld um vetur-
inn eftir að Otti fór vestur, að Páll er háttaður og liggur í rúmi sínu
svo sem milli svefns og vöku. Finnst honum þá allt í einu rúminu
vera lyft upp undir sér, svo að hann vaknaði við og hélt þá, að sig
mundi hafa dreymt. Lá hann svo litla stund vakandi. Síðan rann á
hann blundur. Vaknaði hann þá aftur við það, að honum fannst
rúminu vera lyft enn upp og meira en hið fyrra skiptið. Lá hann
því næst vakandi um hríð, sofnaði síðan, en hrekkur upp við það,
að rúminu er lyft í þriðja skipti og nú miklu mest. Heyrist honutn
þá vera spurt undir rúminu: „Sefurðu?" Hann neitti því og kvaðst
vaka. Sýnist honum þá maður á bláum kjól með gylltum hnöppum
koma undan rúminu, ganga fram eftir gólfinu og út. Sá hann mann-
inn gerla og þóttist kenna þar baksvip Otta. Kveikti hann því næst
ljós og fór að lesa. Um morguninn sagði hann draum sinn og ritaði
hjá sér mánaðardaginn. Nokkrum dögum síðar kemur sendimaður
vestan úr Stykkishólmi að Elliðavatni til að tilkynna þeim hjónum
lát Otta fóstursonar þeirra, og reyndist þá, að Otti hafði dáið hina
sömu nótt, sem Pál dreymdi hann,1(il og hann þóttist sjá svip hans.
Eftir sögn Ragnheiðar ekkjufrúar Pálsdóttvir, dóttur hans, 1899.
Maénús Á Fossá.
Dauðsmannsbrekka heitir brekka ein á Reynivallahálsi í Kjós, og
er sú sögn manna, að þar hafi verið myrtur maður fyrir löngu og
dragi brekkan af því nafn, og er til þess saga sú, er hér fer eftir.
Magnús hét maður og var Sighvatsson frá Meðalfelli, Halldórs-
sonar, en móðir Magnúsar hét Kristín Erlingsdóttir frá Esjubergi-
Magnús var fæddur á Hurðarbaki í Kjós 9. júní 1704. Hann bjo
á Fossá í Kjós frá hér um bil 1729 til 1770 á að gizka. Hann var forn
í skapi og talinn fjölkunnugur. Fremur var hann illa þokkaður með-
al nábúa sinna, þó er mælt, að fáir hafi þorað á hann að leita.
Magnús var mikill maður og sterkur og illur viðureignar, ef því var
að skipta. Hann var allvel efnum búinn, og héldu sumir menn, að
auður hans væri miður vel fenginn. Svo er sagt, að maður nokkur
norðlenzkur hafði verið sendur suður í Reykjavík, aðrir segja suð-
ur að Bessastöðum á Álftanesi, og hafði hann allmikla peninga með-