Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (488,9 KB)
JPG (432,6 KB)
TXT (2,5 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


257
hann komi fram för sinni með heilu. Borgfirðingurinn fellst á ráð
hans og fer þó yfir Reynivallaháls, en nokkuð frá almannavegi,
eða að minnsta kosti annan veg en hann hafði fyrr farið og ætlar
ekki að koma að Fossá. Magnús fær grun af þessari ætlun hans og
hefur spurn af för hans og situr fyrir honum, þar sem honum þótti
h'klegast, að leið hans mundi Hggja, og hittast þeir á Reynivallahálsi.
Magnús spyr sendimann þegar, hvers vegna hann hafi ætlað að
forðast bæ sinn. En hinn segist hafa álitið þessa leið beinni, enda
hafi hann verið búinn að vera lengur á ferðinni en hann hafi búizt
við. Hafi hann og frétt, að Magnús væri ekki heima. Magnús gefur
þessu engan gaum, en ræðst þegar á manninn og segist ekki munu
láta hann fara án þess að gera honum ráðningu fyrir að hafa brugðið
loforði sínu og skuli hann ekki gera það fleirum. Hinn tekur sterk-
'ega á móti og kveðst vilja fara ferða sinna óhindraður af Magnúsi,
þar hann hafi ekki til saka unnið við hann. Glíma þeir ekki lengi
áður þar kennir aflsmunar, svo að Magnús verður að bíða lægra
hlut af viðskiptum þeirra, og gekk hinn svo frá Magnúsi, að hann
komst nauðulega heim til sín, lagðist og dó skömmu síðar, og hörm-
uðu hann fáir, er hann þekktu. Magnús var jarðsettur norðarlega
1 Reynivallakirkjugarði. Eftir dauða hans þótti mönnum sem hann
lægi ekki kyrr, og verra þótti að vera einn áferli úti við á Reynivöll-
um eftir lát Magnúsar. Þóttust menn verða þess varir, að hann
hefði annan í fylgi með sér, og ætluðu menn það vera þann mann,
er Magnús hafði fengizt við í Dauðsmannsbrekku. Sáu ófreskir
menn hann og oft í för með Magnúsi eða undan komu hans, meðan
Magnús var á lífi, þótt hann væri einkum á vakki á þeim stöðum,
par sem lík hans hafði fundizt. Það sögðu menn, að Magnúsi yrði
aldrei mein að þessum förunaut sínum, sakir þess að Magnús vissi
'engra en nef hans náði og gat því farið með draugsa eftir eigin
geðþótta og jafnvel látið hann gera ýms smávik fyrir sig.
Þá er Sigurður Sigurðsson var prestur á Reynivöllum (1830—
'843), bar það til, er grafið var í Reynivallakirkjugarði, að menn
Sírófu ofan á ófúið lík, er lá á grúfu í moldinni, og fylgdi því engin
Kista, og þóttust menn á því sjá, að langt væri síðan maður þessi
hefði verið grafinn, þar kistan var með öllu undir lok liðin. Þótti
þetta mjög undarlegt, og var elzta fólk þar í grennd spurt um, hver
par mundi hafa verið grafinn, og mundu gamlir menn eftir því,
ao Magnús frá Fossá hafði verið grafinn á þessum stað, og maður
17