Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (451,4 KB)
JPG (374,0 KB)
TXT (2,1 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


259
Eyjólfur Magnússon var fæddur 1751. Hann var líkur föður
sínum í flestu, gáfaður og vel að sér sem hann, en hið mesta ill-
menni og ekki frómur. Eyjólfur bjó á Fossá fyrstu búskaparár sín,
eftir lát föður síns. Er hans getið þar 1780.264 Meðan Eyjólfur bjó
á Fossá er sagt, að hann hafi valdið því, að nokkrar sauðkindur
hurfu skyndilega frá einum eða fleiri af nábúum hans. Var Eyjólf-
ur grunaður um stuld þennan, og átti því að leita þjófaleit á bæ
hans. En er hann frétti, hvað í ráði var, lét hann hið stolna fé í
gryfju eina dimma, er var undir baðstofugólfi á Fossá, og mátti
þar ekki sjá það, nema fjalirnar í gólfinu væri upp teknar. Og
til þess að ekki heyrðist jarmur kindanna, tók hann það ráð að
skera úr þeim tungurnar. Má af þessu marka innræti hans, og
hefur honum þar svipað til föður síns. Þó að hið stolna fé fyndist
ekki að þessu sinni hjá Eyjólfi, höfðu menn þó stöðugt grun á
honum, enda komst síðar upp, að hann hafði ekki verið grunaður
ástæðulaust, og er sagt, að Eyjólfur hafi þá verið dæmdur á mann-
talsþingi.
Eftir handriti Jósaíats ættfræðings Jónassonar í Reykjavík 1899, en hann
hefur ritað eftir sögnum á Hvalfjarðarströnd.
FrÁ Antottíusi galdrantanni
og ö&rtánt Grímseyingttnt.
Það var um miðja 18. öld, að sá maður var gamall í Grímsey
norður, er Antoníus hét og var Jónsson. Bjó hann þar á eynni.
Hann var bæði mikill vexti og sterkur, svo enginn þótti jafnoki
nans Grímseyinga. Hann var svartur á hár og hrokkinhærður, skeggj-
aður mjög og stórleitur. Bjó hann á þeim bæ, er Sandvík heitir,
sunnanvert á eynni. Er þar lending góð. Höfðu bændur þar upp-
satur, og mátti hann ganga þurrum fótum af skipi og á. Antoníus
Var ókvæntur og hélt bústýru. Ei er getið um nafn hennar. Hann var
auðugur og hinn gildasti bóndi þar á eynni. Antoníus var ósið-
Wendinn við aðra menn. Kom hann aldrei á mannfundi og sat
'óngum heima. Ekki var hann kirkjurækinn kallaður. Fór hann
aldrei til kirkju og hataði helgihöld öll og tíðagöngur, en ekkert
lagði hann til, þótt aðrir sækti tíðir, en er hann var spurður, hví
nann faeri ei til kirkju sem aðrir menn, svaraði hann: „Ég á