Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (466,8 KB)
JPG (406,1 KB)
TXT (2,3 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


267
dó á Hnappstöðum (1881), kom hér eitt sinn til eyjar,208 fékk
léðan pál og reku hjá Árna Brandssyni bónda á Básum, £ór síðan
út á Fót, kom aftur með samanbrotna yfirhöfn sína og hafði sí-
vafið hana með snærum. Síðan skilaði hann verkfærunum, en
eftir því tóku menn, að hann hafði gert mikið umrót í vörðunum,
og þá er hann var spurður um, hvað hann hefði fundið, sagði hann
það hefði eigi verið annað en ónýtt járnarusl, en grun höfðu
menn um, að það mundi eitthvað fémætt verið hafa, og hefði hann
getað fært sér það í nyt, af því hann var silfursmiður.
Eyjólfur prestur Bjarnason þjónaði Grimsey 1757—1778. Hann
var jafnan talinn mikilmenni, tveggja manna maki að afli og
margfróður. Er svo sagt, að tveir synir hans hafi á móti skapi
föður síns verið frumkvöðlar að því að taka peninga Jóns stólpa
og farizt á áðurnefndum bát. Þriðji sonur hans fannst bráðkvadd-
ur, nokkrir segja hálsbrotinn upp á svo nefndum Krosshól,269 en
eigi vita menn, hvort hann var við riðinn peningana. Eitt sinn á
helgum degi er þess getið, að prestur var í kirkju og kominn í
messuklæðin, sáust þá bjarndýr þrettán saman koma utan eyna.
Var auðséð þá, er þau nálguðust, að dýrakóngurinn var á ferð.
Hann gengur venjulega fremstur, hefur horn fram úr enni. I
því er lýsigullssteinninn, og oftast fylgja honum tólf dýr. Nú er
þau gengu fram hjá, fór prestur í öllum messuskrúða út í kirkju-
dyrnar. Laut þá dýrakóngurinn honum fyrstur og síðan hin önn-
ur dýrin. Héldu þau svo fram hægri ferð í beinni stefnu, þang-
að til þau komu suður í Borgamó. Urðu þá gemlingar á leið
þeirra, og drap það dýrið, er aftast gekk, einn þeirra. Jafnskjótt
og dýrakóngurinn varð þess var, gekk hann aftur fyrir flokk sinn
og rak spillvirkjann í gegn með horni sínu, svo hann lá þar dauð-
ur eftir hjá gemlingnum. Síðan fóru dýrin leið sína, og segir eigi
meira af þeim.270
Sigurður er maður nefndur Gamlason og bjó að Básum. Hann
var haldinn mjög fjölkunnugur og átti oft í höggi við Antoníus
Jónsson í Syðri-Grenivík, er þá var nafnfrægastur galdramaður
á eynni. í skjölum kirkjunnar segir Pétur prestur, hef ég fundið
eitt blað, er segir, að Þorlákur Þórðarson, er var prestur í Gríms-
ey 1754—1756, hafi að sögn dáið við Hrísey af völdum Antoníusar
Jónssonar. Var og Antoníus úttektarmaður staðarins 1757, þegar
Eyjólfur prestur Bjarnason tók við honum. Eitt sinn rak í Gríms-