Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (481,9 KB)
JPG (398,1 KB)
TXT (2,3 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


271
hval með tveimur kryppum upp úr, en stundum er það líkast
löngu tré með rót á enda. Til hefur borið, að menn hafa róið til
að vitja um þetta stóra tré, en þá hefur það horfið, og hafa menn
trúað því, að það væri Dala-Rafn.
Eftir „Allrahanda" séra Jóns Norðmanns.
iCola-Hjalti.
Hjalti273 Pálsson var þriðji maður frá Barna-Hjalta og var
hraustmenni hið mesta og djarffærinn maður. Hann bjó á Rauða-
felli.274 Þá fóru menn í skóg bæði á Goðaland og einkum á Þórs-
mörk. Hjalti fór eitt sinn með þrjátíu hesta í taumi. Þá var Þor-
leifur á Hlíðarenda Magnússon í Ögri, Jónssonar, höfðingi mik-
ill og sýslumaður. Hann lagði blátt bann fyrir allt skógarhögg.
Heyrði hann um för Hjalta og brá sér austur að Seljalandi og ætlaði
að sitja fyrir Hjalta og ræna hann feng (hans). Hjalta var borin
njósn af þessari ætlun hans. Varð það þá úrræði hans að draga sekk-
ina upp Bröttufönn275 og allt fram á jökul fyrir framan Goðaland,
lét svo upp á hestana og flutti fram að Rauðafelli. Sendi Þorleifi svo
boð, vildi hann finna Hjalta Pálsson, þá yrði hann að bregða sér
austur að Rauðafelli. Eftir þetta var hann kallaður Kola-Hjalti,
eins og langafi hans í Teigi var kallaður Barna-Hjalti, vegna barn-
eigna sinna. í þennan tíma var siður að reka á afrétt upp úr Kalda-
klifi. Fundu Rauðafellsmenn (þá) tófu dauða í bóli einu. Tóku
þeri lágfótu og flógu af henni belg, köstuðu svo kroppnum út fyrir
dyr. Spratt hún þá upp og hljóp á burt. Sagt er, að tófa liggi sem
dauð, er hún sér engin ráð til undankomu, og beri ekkert á henni,
þó af henni sé fleginn belgur, nema þá er skorið er á naflann, fitji
hún upp á og velti sér svo í moldarflagi.
Um haustið gerðist dýrbítur mikill á Rauðafelli, svo kind fannst
bitin á hverjum degi. Á aðfangadaginn fyrir jól gekk Hjalti til
kinda. Þá var lausamjöll mikil, sem fallið hafði um nóttina, og
sporrækt. Hjalti fann þá sauð, sem hann átti og þótti vænt um, dýr-
bitinn. Rakti hann för tófu norður yfir jökul og allt að hinu sama
bóli og fyrr getur. Lá hún þar þá inni undir hellisberginu. Hjalti
setti á hana staf sinn og drap hana. Fór svo fram Goðaland og var
að Dalskirkju á jóladaginn. Þótti þetta hraustlega að farið.270
Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Steinum 1862—64 í Landsbókasafni
¦121, 8vo. Sbr. sagnir um Barna-Hjalta.