Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (490,2 KB)
JPG (404,5 KB)
TXT (2,1 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


284
hrætt og prestur þó hræddastur og hélt þetta vera afleiðingar af
bréfinu. Túnin skemmdust stórmikið. Prestur sótti strax um ann-
að brauð og fór þaðan á næsta vori, og hefur enginn prestur viljað
eða þorað að búa þar síðan, þar til í fyrra eða 1892, en Fell var
búið að vera í háa tíð prestsetur áður.
Ég hef talað við tvo kvenmenn, sem voru til heimilis á Felli, þeg-
ar þetta skeði, og sögðu þær, að margt hefði verið óvanalega und-
arlegt þá nótt á Felli og sögðust hvorki vilja né geta sagt frá því
eins og það var leiðinlegt. Þetta var greind og skikkanleg prests-
ekkja og dóttir hennar, sem sögðu mér þetta.
Nú er búin vatnsveitingasagan hans ögmundar míns. Hún endar
með því að veita ánni Klifandi kringum og inn í bæinn á Felli í
Mýrdal.
Eitt dálítið spaugilegt atriði er þó eftir enn frá karli. í Austur-
Landeyjum var gömul kona, er oftast nær lá undarlega veik annað
hvort missiri, og var í mæli, að eitthvað fylgdi henni. Svo sálaðist
hún, og þá var farið til Ögmundar og hann beðinn að vera við út-
förina. Hann varð við bóninni og stakk gamla kverinu í vasa sinn,
en þar átti ekki við grái kötturinn. Konan átti þrjú börn uppkom-
in. Karl bannaði þeim að fara með líkinu til kirkju og lét taka
kistuna út um gaflhlaðið á baðstofunni, og sjálfur fór hann ekki
til kirkjunnar, heldur var hann heima eitthvað að mausast og var
hinn kátasti um kvöldið yfir borðum, því hann var gáfaður, ræð-
inn og skemmtilegur. Þegar hann fór og kvaddi, sagði hann fólk-
inu, að héðan af mundi ekki bera á neinu undarlegu, hvorki nótt
né dag, enda varð þar aldrei vart við neinar kynjar upp frá því.
Eftir Eyfellingaslag Eiríks Ólafssonar frá Brúnum, Reykjavík 1895 bls.
10-19.
Fevminé hjá httltíttfóllci.
Á Móafelli í Fljótum bjó eitt sinn ekkja ein, ég ætla hún héti
Anna. Hún átti dætur tvær og son einn, sem Jón hét. Hann var
fremur gáfutregur og atgervislítill til sálar og líkama. Þegar þær
stúlkur voru á 17. og 18. ári, en Jón á 14., var það einn dag í þoku
um haustið, að þær Móafellssystur fóru til grasa fram á Móafellsdal.
Voru þær þar um miðjan daginn á einum mó fyrir utan ána. Sáu
þær þá, hvar tvær stúlkur voru við grös á öðrum mó. Innan skamms