Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (483,6 KB)
JPG (397,8 KB)
TXT (2,3 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


286
sama stúlkan til þeirra og biður þær að koma með sér yfir um ána.
Fara þær nú yfir um ána og koma að glæsilegum og stórum kirkju-
stað. Er þeim þar boðið inn og tekið mjög alúðlega. Segjast stúlk-
urnar vera dætur prestsins hérna, og eigi nú að ferma Jón litla í
dag. Nú fara þær Móafellssystur í kirkju, er þar haldin guðsþjón-
usta og börn fermd um daginn. Er Jón bróðir þeirra innstur af
fermingarbörnunum. Var margt fólk í kirkjunni. Ekki skildu þær
systur það, sem yfir var haft í kirkjunni, því að það var þeim ókunn-
ugt tungumál, en það sáu þær á öllu, að það voru kristnir siðir,
enda heyrðu þær oft Jesú nefndan. Eftir messuna sagði Jón þeim
systrum sínum, að sín væri ekki von heim að Móafelli aftur, og liðu
nú nokkur ár. Þá kom Jón eitt sinn að Móafelli og bauð þeim
systrum og móður sinni í brúðkaup sitt. Kvaðst hann nú ætla að
eiga aðra prestsdótturina. Fóru þær mæðgur nú í brúðkaupið. Gekk
það allt af með unun og viðhöfn. Eftir þetta kom Jón aldrei framar
til mannabyggðar. Og lýkur svo þessari sögu.294
Eftir „Allrahaiula" séra Jóns Norðmanns 23. nóv. 1861, eftir „Kristjáni
gamla á Deplum".
Sa£an af Móð.-irf í MóðarsfeJlí.
Austan undir Valadal í Skagafjarðarsýslu stendur hnúkur hár,
sem kallaður er Valadalshnúkur. Utan í honum stendur fell dálítið
og er kallað Móðarsfell. Þar í er og hellir, sem kallaður er Móðars-
liellir, og dregur hvort tveggja nafn af sögu þeirri, er nú skal segja.
Á Víðimýri bjó prestur fyrir eina tíð. Hann átti dóttur, sem Sig-
ríður hét. Hún var væn og vel að sér. Hún var jafnan í seli á sumr-
um og vinnukona með henni, er Margrét hét. Einhvern jóladag
ætlaði prestur að syngja messu í Glaumbæ og fór snemma um morg-
uninn. Þær Sigríður og Margrét fóru síðar og ætluðu að vera við
messu í Glaumbæ. En er þær voru komnar nokkuð á leið, rak á
þær myrkviðurs þoku með kafaldi. Villtust þær þá og vissu ekkert,
hvað þær fóru. En er þær höfðu lengi gengið, stingur Sigríður fót-
um fyrir sig og segir, að þetta tjái ekki lengur og kvaðst vilja
strengja heit og vita, hvort hríðinni þá ekki linni. Strengir hún þá
þess heit, að eiga engan annan mann en þann, er Móðar heiti, en
jafnsnart sem hún hefur sleppt orðunum iðraðist liún fljótfærni
sinnar, en undir eins stytti upp hríðinni, og voru þær þá komnar út