Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (464,6 KB)
JPG (384,8 KB)
TXT (2,1 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


291
Shessan í S pararijalli.
Svo er sagt, að á Kolfreyjustað byggi prestur sá, er Sigurður hét.
Hann var maður snar og léttur á sér. Það er mælt, að prestur hafi
eitt sinn verið niður í svo kallaðri Staðarhöfn og hafi hann verið
að hirða um fisk sinn. En sá orðrómur lék á, að skessa ein byggi í
Spjararfjallinu,295 og þóttust menn stundum verða varir við hana.
Séra Sigurður sér nú, hvar skessan kemur, og skilur hann, að hún
muni vilja ná sér, tekur hann því til flótta og snýr til bæjar, en hún
rennur á eftir, svo að hvorki dró sundur né saman, þar til er gjögur
eitt skerst inn í landið milli hafnar og bæjar. Þá rennur prestur
yfir gjögrið,206 en skessan, sem var ólétt, stendur við á barminum
og segir: „Þungar gerast nú barnamæðurnar", og varð hún að
krækja upp fyrir, en það dró baggamuninn, svo að prestur var
kominn í kirkjuna, þegar hún var komin á (kirkjugarðs)vegginn.
Tekur prestur þá í klukkurnar og hringir, en skessan stendur við á
kirkjugarðinum og segir: „Stattu aldrei, armur", og þykir sóknar-
búum það hafa rætzt helzt til vel. En upp frá því varð enginn var
við skessuna.
Eftir handriti Jóns ritstjóra Ólafssonar 1863—1864, í Landsb. 538, 4to.
Mussumaðurinn í Utslcála-
h.irh.jttéar&i.
Einu sinni var grafið í Útskálakirkjugarði, — og var þar þá orðin
timburkirkja, — norðanmegin við hlöðin undir kirkjunni miðja
vega. En er þeir voru búnir að stinga upp fyrstu páltorfurnar,
verður graftarmönnum heldur en ekki bilt við, því þar undir lá
maður með hatt á höfði og parruk, í mussu svartri og sortuðum
stuttbrókum og mórauðum sokkum. Hann leit upp á þá. Þeir
lögðu niður torfuna aftur og grófu annars staðar.
Guðrún Gísladóttir, amma og fósturmóðir móður minnar, sýndi
móður minni, hvar kekkirnir höfðu verið stungnir, eins og henni
hafði verið sýnt. Ekki get ég með vissu getið til, hvenær þetta mundi
hafa verið, en það heldur móðir mín það muni hafa verið um það
bil, er amma hennar kom suður, eður hér um bil 1759, því hún
beyrði hann tala um það sem þann hlut, er nýskeður væri.
Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Steinuml862—64, í Landsb. 421, 8vo.
eftir sögn Cecilíu Jónsdóttur móður sinnar.