Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (495,3 KB)
JPG (403,1 KB)
TXT (2,2 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


302
Sigríði föðm- sinn, þykir hann koma til sín og segja: „Peningamir
cru i gaflinum!" En í hvaða gafli sagði hann henni ekki, og nýttist
henni því ekki draumurinn.
Nú liðu mörg ár, og var Sigríður Hafliðadóttir dáin. En vorið 1888
keypti Vigfús bóndi Halldórsson á Ósabakka á Skeiðum fyrir lítilræði
kistuhró gamalt á uppboði eftir Hjört bónda Þorkelsson á Bola-
fæti í Ytrahrepp og flutti heim til sín. Vorið 1889 flutti hann sig bú-
ferlum niður á Eyrarbakka að Simbakoti og hafði kistuna með sér
þangað með öðrum farangri, en bar hana ekki inn, heldur lét hana
standa úti og hirti lítið um hana. Svo var það einn dag í marzmánuði
(15.) 1890, að Vigfús gekk að kistunni og ætlaði að höggva hana í
sundur í eldinn og byrjaði á þeim enda kistunnar, sem handraðinn
var í, og varð þess þá var, að nokkrir peningar hrundu úr leynihólfi,
sem var innan á kistugaflinum undir handraðanum. Var leynihólf
þetta fyrir öllum gafli kistunnar frá handraða niður að botni og út til
beggja hliða, og svo var haganlega um peningana búið í léreftspoka,
að ekki gat í þeim hringlað, þótt kistan hristist. Voru það alls 190
dalir og 6 skildingar. Var þar komin kistan Hafliða og þar með ráðin
gátan, í hvaða „gafli" það var, er hann hafði vísað dóttur sinni til
peninganna, þó að ekki dytti henni í hug, að það væri í kistugaflin-
um. Sagt er, að framliðnum mönnum sé ekki veitt það að segja nema
fá orð og stuttar setningar og því hafi Hafliði ekki mátt gera ljósari
bendingu. En það bezta við þessa sögu er það, að hún er sönn.
ísafold XVII, 1890, bls. 111, 122-123, 127, að nokkru leyti eftir sögn Þor-
laugar Arnadóttur þá (1890) í Reykjavík, ættaðrar af Mýrum, og sögn Páls
sagnaritara Melsteðs.
fclagnús á GlttntstiiStim
oé tlrnttgtxrinn Flttgandi.
Þegar Jón Þorláksson sýslumaður (1670—1712) kom til Múlasýslu,
fór hann að Víðivöllum ytri í Fljótsdal til búskapar. Þá bjó bóndi sá
auðugur á Glúmstöðum í sömu sveit, er Magnús hét Jónsson,303
Átti hann sjálfur ábúðarjörð sína, en ekki átti hann barna. Sýslu-
manni þótti jörðin væn og falaði hana af Magnúsi, en hann vildi
ekki selja hana. Þá er sagt, að sýslumaður hafi mælt: „Þú skalt
ekki njóta Glúmstaða samt." „Því mun auðnan ráða," sagði hinn.
Vinnumaður var hjá sýslumanni, hinn mesti galdramaður, er hét