Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (516,4 KB)
JPG (422,5 KB)
TXT (2,3 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


25
ar hafði dreymt og hann lýst fyrir henni, og situr hjá manni Sigrún-
ar með hvers konar blíðlæti við hann. Sér Sigrún, að honum var
nauðugt ög vill hrinda henni frá sér. En í hvert sinn, er hann stjak-
aði við henni, var að sjá sem eldur brynni úr augum hennar. Vildi
Sigrún þá inn fara, en gamla konan tók hönd Sigrúnar og bað hana
með sér að koma. Gengu þær þá frá hurðinni og í annað hús. Þar
segir hún við Sigrúnu, að segja skuli hún henni, hvernig á öllu
þessu standi. „Konan, sem þú sást hjá manninum þínum, er dóttir
mín. Sá hún mann þinn og fékk ást á honum, heillaði hann til sín
og vildi eigi gegna banni mínu í því". Heldur kerling fram sögu
sinni og kveðst hafa ásett sér að segja til hans að lokinni leitinni.
„Var nú og tími til kominn, því ég ætla, að dóttir mín taki nú að
reiðast kaldlyndi hans við sig, en engan öfunda ég af reiði hennar,
því nógu margt hef ég kennt henni til þess". Fær Sigrúnu síðan skál
eina, sem eitthvað rauðleitt var í, segir henni að fara inn í húsið,
læðast og varast að láta dóttur sína sjá sig, og steypa úr skálinni fram-
an í hana. Mundi hún þá í öngvit líða. „Skal ég svo til sjá, er hún
raknar við aftur". Sigrún fer nú að sem kerling gaf ráð til, og tókst
það beint að ráðum hennar, líður hún niður, en ærinn var fagnað-
arfundur með Sigrúnu og manni hennar. Þakka síðan með öllum
virktum hinni gömlu konu fyrir liðsinni þetta, og spyr maðurinn,
hvort hann geti ekkert gert til þægðar henni í staðinn. Benti þá
kerling á stóra kringlótta hellu. Skuli hann á morgun, er (hann) á
fætur komi, ganga um tún sitt og leita að hellunni, og þar sem hann
finni hana, þangað skuli hann flytja bæinn sinn, ofar í túninu. Fylgdi
hún þeim út úr hólnum og skilja með kærleikum. Fóru þau hjón
heim til sín. Leita síðan degi síðar eftir hellunni hinni sömu efst
uppi á hólnum, og þangað færði bóndinn bæ sinn, er hann hét síðan
á Hóli. Bjuggu þau þar lengi síðan, og varð aldrei vart eftir það við
huldufólk.
Eftir syrpu með hendi Gisla Konráössonar.
Víáa-Bjariii Brodd-Heléason.
Það er sögn, að Bjarni sýslumaður Oddsson á Burstarfelli (f. 1585, d.
1664) stæði eitt sinn að greftri þar í kirkjugarðinum. Komu þar upp
úr gröfunni furðumikil mannsbein, og mældi Bjarni einn legg af
þeim við sig, og tók hann honum undir mitt lær, var Bjarni þó kall-