Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (442,3 KB)
JPG (382,6 KB)
TXT (2,1 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


310
gegn. En þegar kerling valt út a£, þekkir hann, að þar er vinkona
hans gamla. Honum féll þetta frámunalega illa, að sig skyldi
hafa hent sú hrösun að reiðast svo, að hann skyldi hafa orðið
mannsbani fyrir jafnlitla sök, og það þessarar konu. Hann sendi
því eftir tengdadóttur hennar, því þeir bræður voru á sjó, sagði
henni upp alla sögu og bað hana í öllum bænum að hafa einhver
ráð að koma kerlingunni í jörðina, svo að sér yrði ekki kennt um
kvenvíg, og bauð henni stórmikið fé til þess. Konan hét þessu og
fór heim með kerlingu, svo ekki varð vart við, og fékk mikla pen-
inga hjá sýslumanni fyrir að losa hann úr þessum vandræðum.
Eftir það var kerling grafin og gerð útför hennar vegleg, en þau
Loftur og kona hans komust eftir þetta í mestu kærleika við sýslu-
mann og unnust sjálf hugástum.
Landsbókasafn 538, 4to með hendi Jóns Árnasonar „eftir Margrétu Jóns-
dóttur frá Undirfelli 2. apríl (18)62".
XJtn hvitíninn.
Ef hrafnsegg eru soðin og látin aftur í hreiðrið, þá útvegar
hann þeim stein, sem hans egg kunni gera hrá aftur. Sá steinn
er sagður í eyju nokkurri þess Rauða hafs. Hver þennan stein
setur í hring og lætur undir hann blað af láriztré og hrærir þann,
sem í fangelsi er haldinn, eður við lás læstan, þá fara hlekkir af
þeim fanga og látast upp, og ef þessum steini er haldið í munni sér,
þá gefur hann skilning á öllu fuglakvaki.
Ef hrafn flýgur á móti þér, þá þú ferð að heiman, eður hátt
uppi yfir þér í loftinu, það merkir, að þér mun illa ganga og þér
er bezt að snúa heim aftur og lesa góðar bænir og fara svo fram
þinn veg í nafni drottins.
Ef hrafn sezt á kirkjuburstina eður dyrabranda og snýr vélinu
að manni, ypptir fjöðrunum og vængjunum öfuglega, krunkar og
teygir sig harðlega og teygir út vængina og breiðir nefið við, sá
hrafn segir fyrir nafnkunnugra manna dauða í þeirri átt, sem
hann snýr að vélinu.
Ef einn hrafn eður fleiri flýgur ofan fyrir bæjarstétt eður sezt
á bæjarhauginn og ýmist á dyrabrandana og krunkar mjög langt,
hann útvísar þeim, sem á hann horfir, afgang almúgamanna eður
kunningja, en ef hann krunkar að glugganum, segir hann fyrir