Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (474,6 KB)
JPG (381,0 KB)
TXT (1,9 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


312
in nomine domini fel ég og játa mig hér, dýrðlegur drottinn minn,
með þessari minning tíða minna, þá þú lézt önd þína á krossinum
helga, þá sólin var í útsuðri, stjarnan í austri. Minnstu mín Jesús
minn, í andláti mínu eftir orði þínu, þá þú hézt mér Paradísar inn-
göngu himnaríkis vistar. Þar veittu oss öllum, sem á þig trúum,
að vera um eilífð. Amen.
Landsbókasafn 494, 8vo með hendi Jóns bónda Jónssonar á Öndverðarnesi,
d. áStapa 1828.
ICin hæn Auðar (Ijúpauðgu
að vitni Ara prests f(róða).
Kross geri ég yfir mér sem drottinn minn gerði yfir sér, þá
hann sté af jarðríki upp til himnaríkis, bak f, brjóst f, friðar f,
höfuð f drottins míns, svo ég sé hvorki fyrirlitin né í svefni svik-
in, ekki bráðum dauða tekin, ekki vakandi villtur (villt). Sonar
guðs helgi f leiði mig í himnaríki. Amen.
Landsbókasaín 494, 8vo með hendi Jóns bónda fónssonar á Öndverðarnesi,
d. á Stapa 1828.
Séra Málfdan Narfason í Felli.
„Þó að það sé ekki þess vert, þá minnist ég hér á það til gam-
ans, að ég hef eitt og annað hlægilegt heyrt um kunnáttu og brögð
séra Hálfdans í Felli, hverju menn lítt trúa á þessum dögum, til
dæmis um viðskipti prests og húsfreyjunnar á Tjörnum, um mýr-
arsundið, er liggur spölkorn fyrir sunnan Fell, hvar prestur átti
með fjölkynngi að hafa sprengt jörðina með jarðfalli, er ei varð yfir
komizt þann dag, biskup ætlaði að heimsækja prest. Um hliðið eða
veggspottann í Fellskirkjugarði, sem aldrei skal vilja uppi tolla,
síðan fjandinn í hestlíki sló þann vegg niður með afturfótunum,
reiður af því að prestur hafði þá brúkað hann sem lökustu púls-
meri í óþokkalegu og örðugu torfverki. Ég brosti með sjálfum mér
um árið, þá ónefndur prestur í Felli308 sagðist oftar en einu sinni
hafa reynt til að hlaða vegg í skarðið svo vandaðan og stæðilegan
sem bezt hefði orðið, og hefði hann aldrei getað orðið langvinnur,
og miklu fyrr skekkzt þar eða hrunið heldur en annars staðar.