Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (482,7 KB)
JPG (425,5 KB)
TXT (2,5 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


27
una á kvöldin og verið í ráðum með honum um smíðarnar, enda
smíðaði Einar marga fáséða gripi. Einkum var til þess tekið, að
hann smíðaði byssu eina allmerkilega. Segja sumir hún hafi verið
með koparhlaupi og skrúfuð saman. Kom það til af því, að hann
keypti byssu af skipherra einum, en sagði, að hún væri ónýt og kvaðst
mundu geta sjálfur búið til aðra betri og veðjaði við skipherrann
um það 50 dölum, og skyldu báðar verða reyndar að ári liðnu, og
reyndist þá sú byssan betur, sem Einar hafði smíðað.11 í öðru sinni
veðjaði hann við skipherrann um það, að strengurinn, sem hann
lægi við, væri ónýtur, en skipherrann sagði, að Einar skyldi þá hafa
annan betri til að ári, og veðjuðu þeir um það 100 dölum. En til
þess að sýna Einari, að strengurinn væri ekki ónýtur, dró skipherr-
ann upp segl og reyndi svo á strenginn, þangað til hann hrökk sund-
ur. Eftir það skildu þeir, og vann Einar um veturinn streng úr verk-
uðu togi, sem hann fékk af sínu fé og hjá nábúum sínum, og kom
með strenginn sumarið eftir til skipherrans, og var sá strengur mjórri
en hinn útlendi. Þegar skipherrann reyndi strenginn með sama
hætti og hinn fyrra, tognaði hann til þriðjunga, en hrökk saman aft-
ur, þegar á honum linaði. Vann Einar einnig það veðfé. Það var
eitthvað milli 1730 og 1740, sem Einar hætti sjálfur að róa, en tvö
skip gengu þá í Öræfum. Einn róðrardag var Einari mjög órótt og
varð oft gengið frá smíðum sínum út og inn, sem ekki var venja
hans, þangað til hann sagði dreng á fimmtánda ári, sem saga þessi
er höfð eftir,12 að taka tvo hesta, því að hann kæmist ekki hjá að
horfa á ósköpin. Síðan reið hann suður á Ingólfshöfða. En hvenær
sem drengurinn komst samsíða honum, var hann blóðsvartur í and-
liti og reið slíkt sem aftók, en það er langur vegur. Þegar í höfðann
kom, voru bæði skipin hvolfd eða kaffærð á boðunum austan undir
höfðanum, því þar er útbrim. Nokkrir menn höfðu komizt á kjöl
af öðru skipinu, og þekktu þeir þar formanninn, sem var ástvinur
Einars. Þar varð ekkert gert annað en hvor veifaði til annars. Er þá
sagt, að enginn verkfær karlmaður hafi verið eftir í Öræfum, og hafi
sú sveit ekki náð sér aftur til skamms tíma (1861) eftir þennan mann-
skaða að vænum og dugandismönnum. Síðar er þess getið um Einar,
að hann hafi verið laugardagskvöld eitt í smiðju sinni sem oftar, var
hann þá að smíða mathnífa handa fólki sínu. Urðu menn þess þá
varir, að vinkona hans var hjá honum. Þegar hann kom inn til lest-
urs um kvöldið, fékk hann hverjum heimamanni sinn hníf og bað