Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (460,6 KB)
JPG (389,3 KB)
TXT (2,1 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


335
laust farald í hunda og ketti. Slík eru upptök hundafársins, sem
stöku sinnum hefur gengið hér á landi.
Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Steinum 1862—64, í Lanclsb. 421, 8vo.
T' aéldarhellir.
Það er mælt, að tröllkona ein, er Tögld hét, hafi búið í helli nokkr-
um í Vatnafelli í fornöld, og ber hellirinn síðan nafn af því og heitir
Tagldarhellir. Vatnafell er að útnorðanverðu við Baulárvallavatn
á Snæfellsnesi og er eigi mikið fjall. Nær það fast fram í vatnið, og
eru framan í því klettar þverhníptir í vatnið ofan. f klettum þess-
um er Tagldarhellir, og er eigi hægt að komast inn í hann nema
fara eftir vatninu á báti. Þó var þessu eigi þann veg varið í þá daga,
þegar Tögld bjó þar, því að þá náði vatnið ekki upp að klettunum.
Tögld var ein í helli sínum og lifði af silungi úr vatninu, en stund-
um varð henni þó það fyrir, að taka sauðfé manna og hesta, því að á
Baulárvöllum er stóðhrossaganga góð á sumrum. Varð Tögld fyrir
það hvumleið byggðarmönnum, og ásettu menn sér því að leitast
við að fá hana af dögum ráðna, en enginn vildi verða til þess að
hætta sér í klær kerlingar. Loks kom þó svo, að bóndason einn, er
Illugi hét, bauðst til að fyrirkoma Tögld. Kom hann þá að henni
um nótt í helli hennar og fékk lagt hana sverði í gegnum. En Tögld
var lífseigari en hann hugði, og reis hún upp við lagið og réðst á
Illuga. Glímdu þau lengi, og barst leikurinn út úr hellinum. Gat
þó Illugi loks komið bragði á hana og fellt hana, því að afarmenni
var hann hið mesta, enda mæddi hana nú blóðrás. Lét hann þá kné
fylgja kviði og snaraði henni úr hálsliðunum. En í sama vetfangi
kemur alda mikil á vatnið, og steypist það með miklum gný upp að
klettunum. Lá þá við sjálft, að Illugi lemstraðist, er honum snaraði
að klettunum, en það barg honum, að hann var sundmaður ágæt-
ur. Eigi féll vatnið frá klettunum, og er það mjög djúpt við þá
sjálfa fyrir framan hellismunnann. Aldrei varð vart við Tögld eftir
þetta, og ætlað hafa margir, að Illugi gengi af henni dauðri, eins og
segir í vísunni fornkveðnu
Ég er að tálga horn í högld,
hagleiksmenntin burt er sigld.
Illugi deyddi tröllið Tögld,
trúi' ég hún væri brúnaygld.