Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (348,2 KB)
JPG (281,1 KB)
TXT (1,2 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


342
Og enn: Mín var engin eiga,
utan konan sjálf.
Þorvaldur gamli var mesti aflamaður á sínum dögum, hafði tíð-
ast viss fiskimið, enda leið hann ekki öðrum mönnum að fiska
þar, þegar hann reri, og brást honum þá sjaldan afli, og komst
hann brátt í góð efni. Þess getur hann í Æviraun:
Vandi ég mig á víðir
veiðistöðu hjá
eins og aðrir lýðir,
sem afla vildu fá,
hafði ég sem hlýðir
lilín við verkastjá.
Kom svo, karl um síðir
kneri átti þrjá.
Og enn: Þá var birgð á borði
búin í allan stað.
Nógleg fæða og forði
framar en hugrinn kvað.
Aldrei þá ég þorði,
þegar hinn aumi bað,
neita í nokkru orði.
Nú skal sanna það.
Er það og almenn sögn, að Þorvaldur yrði einhver hinn efna-
bezti bóndi þar í sveit og mikill góðgerðamaður og gjöfull við
fátæka, og er sagt, að hann hafi þá oft minnzt fátæktar sinnar og
velgerninga skaparans við sig, og einstaklega hafði hann borið vel
mótgang sinn og raunir, sem oft bar honum að liöndum, sem get-
ur í Æviraun.
Ekki var Þorvaldur skaðasár, þó hann yrði fyrir fjármissi, og
er hér eitt dæmi upp á það. Einhverju sinni tók snjóflóð alla
sauði hans og bát og spýtti fram á sjó. Þegar kona Þorvalds vissi
það, féllst henni mikið um og fór að gráta. Þorvaldur kom þá að
henni og kvað vísu: