Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (419,6 KB)
JPG (360,5 KB)
TXT (1,9 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


363
Á efstu árum Þorvalds er það sögn, að óvenjulega stórt skip hafi
komið inn á Eyjafjörð, vestanvert við Hrísey, með svörtum eður
bikuðum seglum. Það héldu menn vera ræningja frá Alzír, og var
mikil hræðsla í mönnum við þá í þá daga, síðan þeir rændu Vest-
mannaeyjar. Ræningjarnir skutu báti fyrir borð, og gekk þar á fjöldi
manns. Þeir héldu til vesturstrandarinnar undir Sauðanes. Þor-
valdur gamli var þá orðinn blindur og hafði litla fótaferð. Menn
sögðu honum til og báðu hann góðra ráða. Þorvaldur skreiddist
út og bað leiða sig ofan á sjávarbakkann, þangað sem víkingarnir
héldu að landi. Hann settist niður og bað að snúa sér rétt á móti
skipsbátnum. Voru þá víkingarnir komnir svo nærri landi, að þeir
voru komnir að þriðju báru. Þá hóf Þorvaldur kvæði sín, og er hér
ein vísa tilfærð, og er hún að upphafi kvæðisins:
Sunnan og vestan sendi vind
sjálfur heilagur andi,
svo strjúki þessi strauma hind
strax frá voru landi.
Brast þá strax á veður mikið sunnan og vestan og gekk svo lengi,
að víkingar streittust lengi dags öllum árum að komast í land, en
gátu aldrei komizt nær en á þriðju báru. Þá herti veðrið svo mjög,
að stórskipið hélzt eigi lengur við. Létu þeir á bátnum þá síga
undan frá landi og náðu með naumindum stórskipinu. Eru það
munnmæli, að skipið hafi sokkið með öllu saman í Eyjafjarðar-
mynni, og er það haft til sannindamerkis, að á 18. öld hafi komið
upp á línum fiskimanna fúnir kaðalstúfar og annað því líkt, sem
væri úr skipsreiða, nálægt þeim stað, sem skipið hvarf.
Aðrir segja svo frá, að eldur hafi kviknað í skipinu og menn séð
ógurlega rjúka á því, og hafi sézt bregða upp loga í reyknum, áður
en skipið hvarf með öllu, og viturn vér eigi, hvort sannara er. Og
lýkur hér sögum Þorvalds gamla Rögnvaldssonar skálds á Sauða-
nesi.
Gömul sögn í Svarfaðardal og víðar.
Eftir handriti Þorsteins Þorsteinssonar á Upsum 1877 í safni Kaupmanna-
hafnardeildar Bókmenntafélagsins 605, 8vo.