Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (476,8 KB)
JPG (430,8 KB)
TXT (2,5 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


3G5
fólk á staðnum hana sitja og róa á kirkjuburstinni. Er piltum sagt
frá þessu, og þykir þeim það ill fregn. Tala þeir nú um sín á milli,
hver ráð muni vera til að ganga frá dysinni. Býðst Vigfús þá til að
freista til þess og býr sig einsamall til að fara út að dysinni, mokar
Iiana upp og brýtur kistuna, tekur hausinn af kerlingunni og setur
við rassinn og tautar þar yfir sem honum þurfa þykir, fyllir svo
gröfina og fer á burt. Þökkuðu piltar honum fyrir vikið, og bar
ekki framar á þessum draug í Skálholti.343
Nú bar það við nokkru seinna sama vetur og áður er sagt, að
merkur bóndi í Skálholtssókn dó og var færður til kirkju, en þar
var þá siður að grafa heldri menn. Var því bónda þessum tekin gröf
í framkirkjunni og hann jarðsunginn þar fyrir embætti á sunnu-
dag. En svo hafði viljað til, að beinagrind af manni, er leit út fyrir
að vera af kvenmanni, hafði komið upp úr gólfinu og var lögð
undir krókpall, því hún loddi öll saman. Hafði hún svo gleymzt
þarna, þegar mokað var í gröfina. Lá hún þar um embættið og það
eftir var dagsins. Um kvöldið fara piltar að tala um þetta, og er þeim
sagt, að beinin hafi gleymzt uppi. Leið nú kvöldið fram að þeim
tíma, að piltar fara að hátta. Koma þá þjónustustúlkur að taka þá
úr fötum. Fara þá piltar að gaspra við þær, hvort engin þeirra sé
svo, að hún þori að fara ein út í kirkju og sækja beinagrindina,
sem gleymzt hafi um daginn, og koma með til þeirra og bera svo
út aftur. Sögðust þeir skyldu skjóta saman fé og gefa þeirri, sem
þetta gerði. í þessu voru nú allir piltar nema Vigfús, sem áður
er um getið. Nú gefur ein sig fram og segist vel treysta sér til þess,
ef þeir standi við loforð sitt, sem þeir hétu þá. Fer hún nú á stað
og út í gegnum lág undirgöng, er lágu til kirkjunnar, og þegar hún
kemur þar, þrífur hún beinagrindina og kastar á bak sér og heldur
svo sömu leið inn, en þegar hún er komin í undirgöngin, þar sem
þau eru hvað þrengst, heyrir hún, að beinagrindin segir á baki sínu:
„Æ! þú meiðir mig". En hún lætur sér ekki bilt við verða, heldur
segir: „Hissaðu þér þá betur upp á bakið á mér". Heldur hún svo
áfram og inn til pilta, sem biðja hana sem fljótast að fara til baka
aftur, sem hún líka gerir. Þegar hún ætlar að leggja beinagrindina
á sama stað aftur, segir hún við stúlkuna: „Vel hefur þú nú gert,
en betur gerðir þú, ef þú bærir mig inn undir hornbekkinn í kórn-
um og létir mig liggja þar dálitla stund, því þar liggur biskupsfrú-
in undir, og vorum við ósáttar, þegar ég dó. Hef ég því ekki getað