Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (514,6 KB)
JPG (404,5 KB)
TXT (2,2 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


369
Flyði'ttmó&ir.
Þá er Pétur Eyjólfsson var á „Flyðrunni", skútu Bjarna Sigurðs-
sonar, var það einu sinni norður og vestur af miði því, er Mela-
kriki heitir, að hann hríðdró lúðu, sem menn draga tíðast þorsk,
svo dregnar voru nær fjörutíu í beit. Grynnti þá mjög á færUm.
En fyrir því að vindlítið var, bar seint af miðinu. En er skútan
var borin skammt frá, sáu skipverjar upp koma skepnu afar míkla.
Sáu þeir glögglega sporðinn, er hún barði afar mjög, svo boðar risu
frá á alla vegu, en flyðrur, margar sem mý væri, voru um hana og
hrundu af henni. Hyggja menn, að flyðrumóðirin væri þar, sú er
gamlir menn hafa sagt, að flyðrur fylgdi. Og það þótti Pétri sem
skútunni mundi eigi óhætt, ef nær hefði verið, því svo var ólgusjór
um hana sem undan miklum veðuræsingi.
Eftir Gráskinnu Gísla Konráðssonar. Sbr. Þjóðsögur J. Á. I, 635.
Frá hjamdýi'i.
Einu sinni fyrir löngu var snjóavetur mikill og hafísar og frosið
saman allt, land og lögur. Þá gekk björn mikill á land og hafðist við
um hríð á Reykjaheiði nyrðra. Urðu menn hans varir á heiðinni og
stóð stuggur af. Maður einn úr Reykjadal átti erindi austur yfir
heiðina. Hann var gildur maður og öruggur til allrar karlmennsku.
Hafði hann í hendi atgeirsstaf mikinrt og hugðist ekki mundu hopa
fyrir bersa, þótt fundum þeirra bæri saman. Segir ekki af ferð hans
fyrr en kemur austur undir miðja heiði. Þá verður hann bjarnarins
var. Snýst bersi þegar að honum, en hinn hefur atgeirinn á loft og býst
ötullega til varnar. Þykir bersa maðurinn ekki árennilegur og hörfár
frá aftur. Heldur maðurinn nú fram göngunni, en björninn heldur
kyrru fyrir. Ber nú leiti nokkur á milli. Þá mætir Reykdælingur-
inn Öxfirðingi, er kveðst ætla vestur yfir heiðina. Þykir Reykdæl-
ingi hann lítillar framsýni hafa gætt, er hann fór slyppur, en hinn
kvaðst einskis ótta uggað hafa. Vill nú Reykdælingurinn ljá hon-
um atgeirinn og biður hann halda fram óhikað. Tekur Öxfirðing-
urinn við atgeirsstafnum, og fer nú hvor leiðar sinnar. En er
kemur á stöðvar þær hinar fyrri, þá er björninn þar enn fyrir,
kemur hann nærri manninum og sér atgeirinn. Var sem hann
kenndi hann aftur, því að hann snýr þegar frá og tekur á rás 1
24