Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (468,7 KB)
JPG (414,7 KB)
TXT (2,4 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


383
þeir saman á fund alla helztu bændur í Strandahrepp og hrepp-
stjórann úr næstu sveit, sem líka lá undir ágangi dýrsins. Varð
það að samþykkt á þeim fundi, að útvega skyldi skotmann þann,
sem beztur væri í öllu Þverárþingi sunnan Hvítár, til þess að
leggjast á gren við tjörnina og vinna óvætti þessa. Skyldi ætla
honum ríkmannlegt kaup fyrir starfa sinn, enda stóðu þá yfir
heyannir á túnum og töðuvöllum. Var nú undinn að þessu bráður
bugur, því ekki mátti svo búið standa, og gerðir menn á fund
skotmanns að sækja hann og semja við hann um kaupið. Varð
ferð sú með góðum erindislokum, og kom skotmaður með þeim
um hæl. Var nú settur vörður við tjörnina nótt og dag, er gera
skyldi skotmanni vart við, þegar dýrið færi á land úr tjörninni.
Nú spurðust þessi tíðindi víða, og fýsti þá marga að sjá, þegar
dýrið væri tekið. Dreif því að Katanesstjörn múg og margmenni
úr ýmsum áttum. Þangað sóttu og meðal annarra nokkrir Reyk-
víkingar, og voru þeir Víkurmenn allir vopnaðir, ýmist með
byssum eða lagvopnum eða hverju öðru, er hendi var næst og að
vörn eða gagni mætti verða, ef í krappan kæmi. Það bar til eitt
kvöld, er menn voru farnir að safnast að Katanesstjörn og dimmt
var orðið og flestir voru gengnir til hvíldar, að varðmenn urðu
varir við einhvern hávaða á veginum skammt frá Katanesi. Var
þá skjótt brugðið við að vita, hvað valda mundi. Þar var þá kom-
inn Sverrir steinhöggvari Runólfsson og bóndi úr næstu sveit, er
fýsti að hafa fregnir af dýrinu, og voru þeir báðir illa útleiknir,
Sverrir allur forugur eins og honum hefði verið velt upp úr
blautu moldarflagi, en bóndinn allur rifinn og tættur, brotnar
úr honum tennur og þar með kjálkabrotinn, að menn héldu.
Enga grein gátu þeir gert fyrir því, hver hefði leikið þá svo sárt,
hvort það var dýrið eða einhver önnur óvættur, er þeir hefðu
fengizt við, því að svo var myrkrið mikið, að ekki sáu þeir hvor
annan. Flestum þótti þó einsætt, að það mundi dýrið verið hafa
og hefði ráðizt á þá og viljað drepa þá, en eigi orkað, því að þeir
voru menn vaskir. Hugðu varðmenn nú gott til glóðarinnar að
láta ekki til sleppa, ef forynja þessi gæfi færi á sér. En svo þótti
nú kynlega við bregða, eftir að skotmaður var kominn að Kata-
nesi og mannmergðin tók að þyrpast að tjörninni, að ekki varð
þar vart við dýrið, og svo var alla þá stund, sem mannsöfnuður-
inn hélzt við tjörnina. En jafnskjótt sem mannsöfnuðurinn dreifð-