Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (468,1 KB)
JPG (420,1 KB)
TXT (2,4 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


39
til á engjaslætti 1741. Var það þá einn dag, að hjú séra Þórðar voru
sem oftar að heyvinnu á engjum, en prestur, kona hans og börn
þeirra voru heima. Heima var og drengur einn stálpaður, er þang-
að hafði settur verið af hrepp. Þegar fram á daginn leið, fór dreng-
urinn að berja fisk í dimmum krók í bæjardyrunum, á steini, er þar
var. Prestur gekk fram hjá honum og út til dyra, en áður en því
svaraði, að hann væri genginn út, kom hann inn eftir göngunum
aftur hlaupandi og veik að svefnhúsi sínu og inn í það, en eftir
honum hljóp dólgur nokkur digur, grár og loðinn sem sauðargæra.
Og er hann fór fram hjá drengnum, kenndi drengurinn af honum
illan daun, en sá ekkert sköpulag á honum, svo hann gæti lýst því,
varð og allhræddur við sjón þessa. Dólgurinn loddaðist að svefn-
hússdyrunum eftir presti. Hljóp prestur þá inn í svefnherbergið og
vildi slá hurðinni í lás, en dólginn bar bráðara að en að hann
kæmi því við, hljóp á hurðina og inn og læsti þegar. Húsið var
undir baðstofulofti, og stóð í því rúm hjónanna og tók skammt
upp frá gólfi. Halldóra kona séra Þórðar var með börn þeirra uppi
á baðstofulofti og sat að saumum. Hún heyrði hljóð eitt eða vein
til prests niðri í húsinu. Spratt hún þegar upp og hljóp ofan að hús-
dyrunum. Voru þær þá læstar og lykill úr hurðu tekinn, en þrusk
Utið heyrði hún inni. Kallaði hún þá á drenginn, bað hann fara á
engjarnar sem fljótast hann mætti og biðja fólkið að koma hið
bráðasta heim, og það gerði hann, en hún fór til barnanna. Þaðan,
sem fólkið var að vinnu á engjunum, sást ekki heim á staðinn, en
allskammt þaðan sást það. Litlu áður en drengurinn kom á engið
gekk maður einn skammt frá fólkinu þar á teignum, svo hann sá
heim á staðinn. Hann mælti þá: „Hver skrattinn fer heim túnið á
Grenjaðarstað?" Hafði hann þá séð dólginn. Þegar drengurinn kom
með skilaboðin til fólksins, gekk það skjótt heim. En er það kom á
túnið, sá það grá-dólginn dröslast frá bænum og að hesthúsi utar-
lega á túninu, og inn í það sá það hann hverfa.
Var nú gengið að svefnhúsinu, og var það þá ólæst, en prestur
fannst þar inni dauður, og var hann troðinn upp undir rúm sitt,
sem þrengst mátti verða, svo með ódæmum þótti. Hugði fólkið,
að þetta mundi draugur gert hafa. Þorði enginn til hesthússins að
fara, og var það síðan og er enn kallað „Draugahesthús". Ráðsmað-
ur séra Þórðar var mikilmenni að burðum. Hann mælti jafnan
móti því, að draugur mundi hafa banað honum. Kvað það víst nátt-