Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (465,3 KB)
JPG (378,9 KB)
TXT (2,1 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


47
Þegar fjórbýli var hérna í Steinum, var fjósið og heygarðurinn
hér um bil rúmt hundrað faðma £rá bænum fram á túninu. Þar
voru tíu básar hvoru megin í fjósinu, en geldnaut í öðru húsi.
Einu sinni eftir vöku voru tvær konur að mjólka kýr (í fjósinu),
önnur á yzta básnum vestan megin, en hin á innsta básnum. Voru
þær að skrafa saman. Þá heyrir sú, er var á yzta básnum, undir-
gang mikinn, hætti því ræðunni og hlustaði eftir, hvað var. Hin
sleit og ræðunni og setti frá sér skjóluna á flórinn. Sér þá sú, er
utar var, hvar afarstór maður kemur í dyrnar með svartan barða-
stóran hatt og á morauðri úlpu, er tók allt í hnésbætur. Dregur
hún sig þá upp í básinn undir kúna, en slökkti þó áður ljósið. En
er hann var innar hjá kominn, stekkur hún heim slíkt er a£ tekur
og segir frá. Brugðu þá allir karlmenn við, er heima voru og fóru
til fjóssins, fundu kvenmanninn dauðan og átján stungur á lífi
hennar, en báðar föturnar tómar. Síðan var fjós og heygarður
aflagt, en byggður í fjósstæðinu kálgarður, og sér þess enn merki.
Fáir eru þeir staðir hér í Steinum, sem huldufólk byggir. Þó er
álfakirkja upp á Lambalágum, að sögn Margrétar dóttur Rafn-
kels í Núpakoti, sem var svo rammskyggn, að hún sá nærri ljós í
hverjum steini.
Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Steinum 1864 í Landsb. 421, 8vo.
Holtsá oé Steitta.lxh.ttr.
Víða er það á íslandi, að menn hafa trúað og trúa enn í dag,
að vatnsandar séu í vötnum, tjörnum, ám, lækjum og pyttum.
Hér undir Fjöllunum eru þessi vötn helzt: Kaldaklyfsá, Svað-
bælisá, Steinalækur og Holtsá. Stundum eru og ýmsar orsakir þar
til, svo sem sagt er um Holtsá og Steinalæk. Svo er sagt, að bóndi
sá, er Þorvarður hét, byggi á Moldnúpi. Átti hann í miklu þrasi
við prestinn í Holti og þóttist verða undir í viðskiptum þeirra.
Kerling gömul og örvasa var hjá Þorvarði á Moldnúp. Þegar kerl-
mg dó, skar hann magálinn af kerlingu, fór með hann til kirkj-
unnar og framdi þar hina hræðilegustu kvöldmáltíðar vanbrúk-
un. Fór síðan með magálinn inn í gil og sleppti honum í Langa-
lask, sem nú er kallaður Holtsá, með þeim ummælum, að hann
skyldi ekki af láta fyrr en af færu allar hjáleigur Holts eða Holts-