Leita | Ítarleit | Titlar |
Bók

Þjóðsögur og munnmæli


Höfundur:
-

Útgefandi:
Bókfellsútgáfan, 1956

á leitum.is Textaleit

432 blaðsíður
Skrár
PDF (476,9 KB)
JPG (416,3 KB)
TXT (2,2 KB)

Deila

þú þarft að vera með Adobe Reader Plugin til að skoða þessa síðu.

get Adobe Reader


56
berg afarhátt, og er hellirinn í berginu, svo hvergi verður í hann
komizt. Sýnist móta fyrir þremur sporum eða lítilfjörlegum berg-
höldum með afarlöngu milibili upp í hellinn. Skúli Magnússon
bóndi í Pétursey, nú að heita má fyrir skömmu dáinn, fór einu
sinni með öðrum Péturseyjarmönnum í Sléttabergshelli. Fóru þeir
upp á Pétursey og létu festi falla niður af berginu, las Skúli sig
svo upp í hellinn og fann þar ekkert annað en viðarlauf inni í hell-
inum. Það er merkilegt um Loðmund á Sólheimum, að þess er get-
ið í Landnámu, að hann hafi átt fimm sonu skírgetna, en kona
hans er hvergi nefnd. En munnmælasögurnar hafa getað geymt nafn
hennar gegnum þær mörgu aldaraðir, er síðan eru liðnar. Segja
þær hún hafi heitið Gráfríður, og það hún hafi fólgið kistu eða
kistil sinn fullan af peningum og dýrgripum í dýi því, sem er fyrir
norðan Sólheimahjáleigu, og lagt þar ofan á hellustein mikinn.
Hafi menn orðið varir við helluna í dýinu seinna meir. Hún
beiddi þess að grafa sig þar í Sólheimalandi, er skemmstan tíma
skini sól á. Á hún að vera heygð fyrir norðan dýið, og er þar enn
í dag kallað Gráfríðarhóll. Skín þar ekki sól fyrr en seinni hluta
dags. Loðmundur bað að heygja sig þar, sem víðsýni væri mest i
Sólheimaheiði og fegurst. Vildi hann vera nærri alfaravegi. Var
hann heygður í framanverðu Sólheimanesi, og heitir þar Loðmund-
arleiði. Eftir landamerkjadeilur þeirra Þrasa lagði Loðmundur á
Jökulsá, að hún skyldi verða hið mesta mannskaðavatn. Þá lagði
Þrasi á Skógá, að í henni skyldi aldrei maður farast.
Sólheimar hafa áður staðið í framanverðu Sólheimanesi. Þar
sést enn votta fyrir rústum, sem kallað er Bæjarstæði, í tveim stöð-
um. Sjást tóftabrot í öðrum staðnum, en ekki í hinum. Þar hafði
Bjarni sýslumaður Nikulásson (d. 1764) haft bæ sinn.
Eftir handriti Jóns Sigurðssonar í Steinum 1862—61 í Landsbókasafni 421,
8vo. Frá viðureign Þrasa gamla í Skógum og Loðmundar er sagt í Þjóðsögum
Jóns Árnasonar II, 79—80, en ekkert af þessum sögum er þar.
iSóllieimaíýra.
Á Sólheimum vöktu einu sinni tveir menn í skála yfir líki. Höfðu
þeir sér það til skemmtunar að spila. Þeir urðu ljóslausir, og skáru
þeir þá bita af ístru af líkinu og létu á bitann í skálanum, þá er
þeir höfðu kveikt, og spiluðu síðan. En er þeir ætluðu að slökkva,