loading/hleð
(11) Blaðsíða 3 (11) Blaðsíða 3
3 inn og svona koll af kolli, meðan íslensk og dönsk tunga hjeldust við lýði. Þetta var um vorið 1919. Vegna þess, að Blöndal var bundinn af störfum sínum sem embættismaður, fór jeg' heim til Reykjavíkur um sumarið, en það var þingsumar, og liafði jeg fullkomið umboð frá lion- um til þess að gera það, sem gera þvrfti, til þess að koma uppástungu þessari í framkvæmd: fá Alþingi til þess að veita vissan Iiluta þess fjár, er til útgáf- unnar þvrfti, gegn því, að Ríkisþing Dana veitti hinn lilutann, gera fullnaðarsamning við lir. yfirkennara Jón Ófeigsson um að taka að sjer ritstjórn orðabókar- innar og við prentsmiðju — og varð það Gutenberg — um að prenta bókina. ÁrangUrinn af ferð minni varð liinn æskilegasti. Fór jeg til Hafnar um haustið með fullgerða samn- inga við Jón Ófeigsson og við Gutenberg og undir- skrifaði Blöndal þá. Alþingi gekk og að þvi að kosta útgáfuna að sínum hluta, 15000 kr. á ári, gegn þvi að Ríkisþing Dana legði fram 25000 kr. móti hverjum 15000. Og varð þetta að samningum, svo sem kunn- ugt er. Vegna fjarvistar Blöndals leiddu þannig atvikin til þess, að samningarnir, bæði við Gutenberg og Jón Ófeigsson urðu mín verk að öllu leyti, enda þótt Blön- dal að sjálfsögðu skrifaði undir þá. Þess vegna finst mjer, að jeg, eigi síður en S. Blöndal, bera siðferðis- lega ábyrgð á því, að þessir samningsaðilar, sem báðir litu meir á gagnsemi og nauðsyn málsins, heldur en á liitt, að þeim væri að fullu trvgð fyirrfram sæmileg borgun fyrir starfa sinn, þurfi eigi að bíða stórtjón vegna lipurðar sinnar og brennandi áhuga á þvi, að koma nauðsynjamáli þessu i framkvæmd og inna það svo vel af hendi, sem framast mætti verða. Reyndin varð sú, að báðir þessir aðilar biðu mik- ið tjón við samningana. Stafaði tjónið af því, að eigi var með nokkru móti unt að vita um ýmsa örðug-


Ísland skapar fordæmi

Ár
1928
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ísland skapar fordæmi
https://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.