loading/hleð
(9) Blaðsíða 1 (9) Blaðsíða 1
„Hundrað raddir þögnin klæðir“, segir góðskáldið Einar Henediktsson i einu kvæði sínu. En þögnin klæðir oft meira en raddir. Mörg eru þau störfin, og oft og einatt eigi þau ómerkustu, sem unnin hafa ver- ið i kvrþei, og fengið að launum þögnina eina. Og fjarri fer þvi að þetta sjeu lökustu launin. Það á eigi siður við um störf en um fje og verðmæti að „sælla er að gefa en þiggja“. Og vitundin um að hafa orðið máttarstoð gagnkvæmra verka er betra hrautargengi en hól fvrir hálfgildingsverk. Á hinn bóginn getur það einatt átt sjer stað, að þögn um unnin störf leiði til rangra dóma mætra manna, og má slíkt verða mörgum til meins og eng- um þó til góðs. Og þá er svo her undir, er rjett að skýra sanni samkvæmt frá því, er misskilningi má valda, ef í myrkrum þagnar er hulið. Og veldur þá eigi sá, er vissi betur, að rangt dæmi þeir, er rjett vildu dæmt liafa, ef rjettar forsendur hefðu ltunnað. Þessar og þvíumlikar hugleiðingar hefur það vak- ið hjá mjer, að ýmsir mætir menn hafa látið inig skilja það á sjer, að þeim þætti kynlegt, að jeg væri að skifta mjer af liinni íslensk-dönsku orðabók, úr þvi við Sigfús Hlöndal værum nú skilin sem hjón, þó jeg' hefði „unnið eitthvað að lienni“, svo jeg tilfæri orðrjett eina setningu af mörgum. — Veit jeg að að- alhöfundi hókarinnar, Sigfúsi Blöndal sjálfum, muni engin þökk á því, ,að rjettu máli sje í neinu liallað. — Og skal jeg þvi um leið og jeg geri grein fyrir rjett- mæti umsókna þeirra, er jeg hef sent Alþingi við- vikjandi orðabókinni, drepa á afstöðu mína til orða- bókarinnar sjálfrar og um leið skýra alþjóð manna


Ísland skapar fordæmi

Ár
1928
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
24


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ísland skapar fordæmi
https://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 1
https://baekur.is/bok/07394a61-ccc8-4474-85ab-d3a7691dd352/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.